Rósa Ingólfsdóttir er látin Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 15:12 Rósa var sannkallaður gleðigjafi en skoðanir hennar í jafnréttismálum voru umdeildar. (Myndin er fengin af forsíðu ævisögunni Rósumál.) Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar. Andlát Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar.
Andlát Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira