„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 16:30 „Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2 Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira