Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 17:01 Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar og björgunarsveitarmaður, segir flugvöllinn vera hagsmunamál alla sem ferðist um á svæðinu. Facebook Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“ Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59