Rútuslysið við Blönduós að öllum líkindum vegna flughálku Stefán Ó. Jónsson og Sylvía Hall skrifa 11. janúar 2020 16:30 Frá slysstað. Aðsend Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Rútuslysið við Blönduós í gærkvöld má að líkindum rekja til flughálku, en að sögn aðalvarðstjóra á Blönduósi breyttust aksturskilyrðin á svæðinu á örskotsstundu. Hann segist stoltur af því hvernig til tókst við björgun farþega og er þakklátur bæjarbúum fyrir að taka á móti þeim opnum örmum. Á fimmta tug háskólanema voru í rútunni sem ekið var í átt til Akureyrar, þangað sem hópurinn ætlaði í skíðaferð. Rútan valt hins vegar skammt frá bænum Öxl í Húnaþingi, þyrla flutti þrjá farþega á Landspítalann til aðhlynningar á meðan aðrir fengu inn á grunnskólann á Blönduósi. „Aðstæðurnar voru eins slæmar og þær geta orðið,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson aðalvarðstjóri á norðurlandi vestra á Blönduósi. „Svo skyndilega snögghlánaði og fór að rigna og á örskömmum tíma urðu aðstæður á vegum mjög slæmar, flughált og mjög erfiðar.“ Eftir að tilkynning barst um slysið var virkjuð viðbragðsáætlun, fólk úr Skagafirði, Vestur-Húnavatnssýslu og Blönduósi var kallað til, læknar og björgunarsveitarfólk. „Það snýst fyrst um það að sinna fyrstu hjálp á vettvangi og síðan förum við í það að flytja fólk á heilsugæslustöðina á Blönduósi og þar er því fólki sinnt sem þarf mestu aðhlynninguna að sjálfsögðu og aðrir fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins.“ Höskuldur segist stoltur af því hvernig til tókst, betur hafi farið en á horfðist. „Sem betur fer er þetta ekki alveg daglegur viðburður, sem betur fer. Þegar á reyndi fannst okkur þetta ganga mjög vel, bara vonum framar. Ég get alveg sagt að ég er virkilega stoltur af okkar fólki, hvernig það stóð sig og brást hratt og vel við,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, sem þakkar bæjarbúum fyrir að taka vel á móti hröktum háskólanemum. „Enn og aftur sér maður að það er samhugur í fólki þegar svona gerist, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða náungann þegar á bjátar og það er virkilega ánægjulegt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44