Margir ósáttir eftir að Regína og Max voru send heim: „Hneyksli“ Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 14:42 Max og Regína á úrslitastundu í gær. Vísir/Marinó Flóvent Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Söngkonan Regína Ósk var í gær send heim eftir símakosningu skemmtiþáttarins Allir geta dansað og lýkur þar með þátttöku Regínu og Max Petrov. Ljóst er af viðbrögðunum við úrslitunum að þau Regína og Max áttu mikinn fjölda aðdáenda og voru margir ekki par sáttir með að sjá þau send heim. Þetta #rexit í Allir geta dansað er hneyksli!— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) January 10, 2020 Er einn mesti Max Petrov maður landsins og er brjálaður!!! #allirgetadansað— Styrmir Sigurðsson (@StySig) January 10, 2020 Þar á meðal voru sjálfir dómarar þáttarins en Regína og Max fengu góða dóma frá þeim Jóhanni Gunnari Arnarsyni, Karenu Reeve og Selmu Björnsdóttur, áður en þau lutu í lægra haldi í símakosningunni.Regína og Max dönsuðu í gærkvöld Quickstep við lagið Billy-A-Dick með Bette Midler, fengu þau tvær áttur og eina níu frá dómurunum. Allt kom hins vegar fyrir ekki eins og áður sagði og voru þau send heim eftir símakosningu. Fjöldi aðdáenda lét skoðun sína í kjölfarið í ljós á netinu. Hvatt var til þess að símakosningum yrði hætt í ljósi úrslitanna, kallað eftir því að hægt verði að kalla eitt par aftur inn í keppnina, ákvörðun þjóðarinnar sögð skammarleg og spurt hvort áhorfendur væru blindir eða hvort hæfileikar skiptu engu máli í keppninni. Regína Ósk fór yfir tíma sinn í þáttunum í færslu á Facebook síðu sinni og í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun sagði Regína að erfitt væri að kveðja þættina eftir svo góða frammistöðu. „Ég hefði verið aðeins sáttari ef eitthvað hefði klikkað eða við fengið lélegar einkunnir en það klikkaði ekkert og einkunnirnar voru góðar,“ sagði Regína sem segir eingöngu hafa munað örfáum atkvæðum. „Ég var mjög hissa. Þátturinn kom inn í líf mitt á rosalega góðum tíma, hann stækkaði mig og auðgaði líf mitt á rosalega mikinn hátt,“ sagði Regína Ósk sem bætir því við að henni líði ótrúlega vel bæði á sál og líkama. Áhorfendur eru alls ekki sáttir með að fá ekki að sjá Max og Regínu dansa meira.Vísir/Marínó Flóvent Regína segir mikinn tíma hafa farið í æfingar með Max Petrov en á köflum hafi ekki verið hægt að æfa saman vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Minn dansherra er frá Rússlandi og var að eignast barn. Það var allskonar að gerast í hans lífi,“ segir Regína. Quicksteppið í gær er ekki síðasti dansinn sem Regína ætlar að dansa en hún segist hafa velt því fyrir sér með eiginmanni sínum að skrá sig hjá danskennara. Hún segist hafa fundið fyrir því að hún sé frekar latin-dansari en Ballroom-dansari og er rúmban hennar uppáhaldsdans.„Nú verður bara að fara að einbeita sér að einhverju öðru. Leiðinlegt því það átti að vera æfing í dag, næst átti að vera Cha-cha-cha og ég var búin að kaupa búning,“sagði Regína Ósk hjá þeim Svavari og Einari í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“