Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 13:59 María er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og var í annarri rútu sem var í samfloti með þeirri sem valt í gær. Skjáskot/Facebook María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44