Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 11:31 Vilhjálmur Stefánsson segir störf viðbragðsaðila hafa gengið mjög vel. Aðsend Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. Allt samfélagið á Blönduósi hafi tekið sig saman til þess að sjá til þess að háskólanemarnir sem voru í rútunni gætu haft það sem best á meðan þau jöfnuðu sig eftir slysið. „Í svona litlum samfélögum, ef eitthvað bjátar á, þá hjálpast allir að. Það vantaði dýnur og sængurföt, rúmföt og þetta var komið á klukkutíma held ég,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum og veitingahús bæjarins og verslun voru einnig opnuð eftir slysið.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt „Það er oft talað um að þú vilt oft vera úti á landi því þú hefur ekki björgina sem er í Reykjavík. Fólk veit að það verður bara að hjálpa.“ Hann segir það hafa komið á óvart hversu vel gekk að bregðast við slysinu í ljósi þess hversu langt er liðið frá því að svo umfangsmikið slys varð á svæðinu. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn og mjög öflugir. Hélt hann væri á leið í banaslys Hann segir líklegt að nemarnir verði eitthvað lemstraðir í dag og á morgun. Fólk þurfi oft smá tíma til að jafna sig eftir svona háorkuslys þar sem fólk verður fyrir andlegu áfalli í kjölfarið. Rútan, sem var í samfloti með annarri rútu í sömu ferð, valt út af veginum, hafnaði á hvolfi og var mjög illa farin eftir slysið. „Miðað við óhappið þá gat þetta ekki farið betur. Ég hélt ég væri að fara í banaslys þegar ég sá þetta.“ Strax var ljóst að einn væri alvarlega slasaður eftir slysið og tveir aðrir með áverka sem gætu þurft meiri aðhlynningu. Aðstæður á veginum voru ekki góðar og segir Vilhjálmur það að veðrið hafi að öllum líkindum verið ástæðan fyrir slysinu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Blönduósi.Aðsend „Málið var að það var ekki búið að setja upp aðvaranir eða neitt. Ég held það hafi verið hlýrra en menn bjuggust við og það er ástæðan fyrir þessu. Ég segi aldrei að þetta sé veðrinu eða veginum að kenna en ég held að þetta sé algjört óhappatilvik. Hún flaug hálkan og ég hef ekki séð svona vindhviður áður,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hviðurnar hafi verið eins og „fallbyssukúlur“. Þá hrósar hann farþegum fyrir viðbrögð sín og yfirvegun í kjölfar slyssins. Þau hafi staðið sig mjög vel miðað við aðstæður en nú sé áherslan lögð á að þau geti jafnað sig og hvílt eftir gærdaginn. „Þetta er indælis fólk. Starfsfólk grunnskólans og Rauða krossins voru hjá þeim í nótt að hlúa að þeim og reyna að láta þeim líða vel,“ segir Vilhjálmur. Til viðbótar voru tveir prestar og hjúkrunarfræðingur kallaðir út til þess að veita farþegum andlegan stuðning. Ekki er vitað hvenær nemarnir munu koma aftur til Reykjavíkur en að sögn Vilhjálms ætti það að skýrast í dag. Holtavörðuheiðin sé lokuð sem stendur þar sem vörubíll þverar veginn og ekki er vitað hvenær hún opni aftur.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná farþegum úr rútunni sem valt nærri Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. 10. janúar 2020 22:00
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44