Trans Ísland fær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2020 12:05 Frá athöfninni við Höfða í gær. Reykjavíkurborg Trans Ísland fékk afhentan styrk upp á 500 þúsund króna úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Þetta er í 33. sinn sem veittur er styrkur úr sjóðnum. Svo segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Trans Ísland fær styrkinn í ár fyrir baráttu sína, stuðning og málsvörn fyrir transfólk á Íslandi. Félagið var stofnað árið 2007 og hefur síðan verið helsti málsvari transfólks á Íslandi. Trans Ísland er ungt og framsækið félag sem hefur haldið uppi öflugri kynningar- og fræðslustarfsemi hér á landi auk þess að vekja athygli á alþjóðavettvangi fyrir árangur sinn. „Lagaleg staða transfólks á Íslandi hefur bæst til muna með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári og lagði Trans Ísland sitt á vogarskálarnar við að gera lögin að veruleika. Lögin eru nauðsynlegt skref fram á við í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, en enn eru óunnin verkefni hér á landi svo að allir megi njóta sömu réttinda,“ segir í tilkynningunni. „Transfólk er þolendur fordóma, ofsókna og ofbeldis á hverjum degi víða um heim m.a.s. hér á landi. Trans Ísland gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki við að vinna gegn slíkum fordómum í samfélaginu.“ Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Tilgangur sjóðsins er að veita styrk til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík í tólf ár, frá árinu 1947 til ársins 1959. Eftir það var Gunnar þingmaður, fjármálaráðherra, sendiherra, hæstaréttardómari, prófessor við Háskóla Íslands, iðnaðar- og félagsmálaráðherra og loks forsætisráðherra til ársins 1983 auk þess sem hann gengdi fjölda nefndar og trúnaðarstarfa. Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Trans Ísland fékk afhentan styrk upp á 500 þúsund króna úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Þetta er í 33. sinn sem veittur er styrkur úr sjóðnum. Svo segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Trans Ísland fær styrkinn í ár fyrir baráttu sína, stuðning og málsvörn fyrir transfólk á Íslandi. Félagið var stofnað árið 2007 og hefur síðan verið helsti málsvari transfólks á Íslandi. Trans Ísland er ungt og framsækið félag sem hefur haldið uppi öflugri kynningar- og fræðslustarfsemi hér á landi auk þess að vekja athygli á alþjóðavettvangi fyrir árangur sinn. „Lagaleg staða transfólks á Íslandi hefur bæst til muna með nýjum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári og lagði Trans Ísland sitt á vogarskálarnar við að gera lögin að veruleika. Lögin eru nauðsynlegt skref fram á við í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, en enn eru óunnin verkefni hér á landi svo að allir megi njóta sömu réttinda,“ segir í tilkynningunni. „Transfólk er þolendur fordóma, ofsókna og ofbeldis á hverjum degi víða um heim m.a.s. hér á landi. Trans Ísland gegnir gífurlega mikilvægu hlutverki við að vinna gegn slíkum fordómum í samfélaginu.“ Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Tilgangur sjóðsins er að veita styrk til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík í tólf ár, frá árinu 1947 til ársins 1959. Eftir það var Gunnar þingmaður, fjármálaráðherra, sendiherra, hæstaréttardómari, prófessor við Háskóla Íslands, iðnaðar- og félagsmálaráðherra og loks forsætisráðherra til ársins 1983 auk þess sem hann gengdi fjölda nefndar og trúnaðarstarfa.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira