Framtíð Suzuki Jimny í Evrópu í hættu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. janúar 2020 07:00 Nýjasta útgáfan af Suzuki Jimny hefur verið afar vinsæl. Vísir/Suzuki Suzuki gæti þurft að hætta að selja Jimny í Evrópu. Þetta kemur til vegna strangari reglna um losun koltvísýrings. Samkvæmt reglunum verða framleiðengur að ná meðal losun heilt yfir undir 95g af CO2/km. Þessi regla tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári en áhrif hennar eru þegar farin að koma í ljós. „Þetta ár gengur allt upp hjá okkur það er við fáum allar Jimny bifreiðar sem við erum búin að panta,“ segir Sonja G. Ólafsdóttir markaðsstjóri Suzuki. „En staðan er óljós með næsta ár, það kemur í ljós með framhaldið fljótlega,“ bætti Sonja við. Samkvæmt heimildum Autocar í Bretlandi selur Suzuki meira af Jimny í Evrópu en af umhverfisvænni kostum sínum eins og Ignis eða Swift. Jimny losar 154g/km í beinskiptri útgáfu en sá sjálfskipti losar um 170g/km. Það þarf því þónokkuð að seljast af bílum sem losa minna til að vega á móti Jimny. Suzuki er um þessar mundir að kynna létt hybrid útgáfu af Vitara jeppanum, sem verður fyrsti hybrid bíll Suzuki í Evrópu. Þá eru uppi áform um að S-Cross noti sömu 48V hybrid tækni og er í Vitara. Swift mun svo fá 12V kerfi. Líklegast mun Jimny snúa aftur á markað í Evrópu eftir breytingar á vélinni. Enn er óvíst hvenær það verður. Bílar Tengdar fréttir Forvali lokið fyrir Bíl ársins Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). 7. október 2019 14:00 Árið 2020 hjá Suzuki Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki spáir svipuðu ári og 2019. 22. janúar 2020 07:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent
Suzuki gæti þurft að hætta að selja Jimny í Evrópu. Þetta kemur til vegna strangari reglna um losun koltvísýrings. Samkvæmt reglunum verða framleiðengur að ná meðal losun heilt yfir undir 95g af CO2/km. Þessi regla tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári en áhrif hennar eru þegar farin að koma í ljós. „Þetta ár gengur allt upp hjá okkur það er við fáum allar Jimny bifreiðar sem við erum búin að panta,“ segir Sonja G. Ólafsdóttir markaðsstjóri Suzuki. „En staðan er óljós með næsta ár, það kemur í ljós með framhaldið fljótlega,“ bætti Sonja við. Samkvæmt heimildum Autocar í Bretlandi selur Suzuki meira af Jimny í Evrópu en af umhverfisvænni kostum sínum eins og Ignis eða Swift. Jimny losar 154g/km í beinskiptri útgáfu en sá sjálfskipti losar um 170g/km. Það þarf því þónokkuð að seljast af bílum sem losa minna til að vega á móti Jimny. Suzuki er um þessar mundir að kynna létt hybrid útgáfu af Vitara jeppanum, sem verður fyrsti hybrid bíll Suzuki í Evrópu. Þá eru uppi áform um að S-Cross noti sömu 48V hybrid tækni og er í Vitara. Swift mun svo fá 12V kerfi. Líklegast mun Jimny snúa aftur á markað í Evrópu eftir breytingar á vélinni. Enn er óvíst hvenær það verður.
Bílar Tengdar fréttir Forvali lokið fyrir Bíl ársins Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). 7. október 2019 14:00 Árið 2020 hjá Suzuki Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki spáir svipuðu ári og 2019. 22. janúar 2020 07:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent
Forvali lokið fyrir Bíl ársins Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). 7. október 2019 14:00
Árið 2020 hjá Suzuki Sonja G. Ólafsdóttir, markaðsstjóri Suzuki spáir svipuðu ári og 2019. 22. janúar 2020 07:00