Íslendingar stuðla að atvinnuþáttöku ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi Heimsljós kynnir 28. janúar 2020 09:45 SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með styrk frá utanríkisráðuneytinu staðið að verkefni í Sómalíu og Sómalílandi á síðustu misserum í þeim tilgangi að efla atvinnuþátttöku ungs fólks. Fyrstu ungmennin luku á dögunum þjálfun á fyrsta ári í verkefninu og árangurinn er góður. „Þetta eru 116 ungmenni sem tóku þátt í þjálfuninni og þau streyma núna út á atvinnumarkaðinn, 59 stúlkur og 57 piltar,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnþorpanna. „Þátttakendur sækja bæði um störf á almennum vinnumarkaði að þjálfun lokinni og hjá samstarfsfyrirtækjum sem veita lærlingsstöður. Það gengur vel að fá fyrirtæki til samstarfs, bæði opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, til dæmis hafa 40 fyrirtæki bæst við síðan við komum að verkefninu fyrir réttu ári,“ segir hann. Verkefnið kallast The Next Economy og SOS á Íslandi og utanríkisiráðuneytið fjármagna annan hluta þess sem hófst 1. janúar í fyrra og lýkur í árslok 2021. Þjálfunin fer fram í höfuðborgunum Hargeisa í Sómalílandi og Mogadishu í Sómalíu. „Þrátt fyrir uppgang í efnahag margra Afríkuríkja undanfarin ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ungmenni leiðast út á glæpabraut og tilgangur SOS með verkefninu er að leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr,“ segir Hans Steinar. Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum nemur rúmlega 64 milljónum króna. Heildarframlag utanríkisráðuneytisins er rúmlega 51 milljón króna og heildarframlag SOS Barnaþorpanna á Íslandi tæpar 13 milljónir.Nánar á vef SOSÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með styrk frá utanríkisráðuneytinu staðið að verkefni í Sómalíu og Sómalílandi á síðustu misserum í þeim tilgangi að efla atvinnuþátttöku ungs fólks. Fyrstu ungmennin luku á dögunum þjálfun á fyrsta ári í verkefninu og árangurinn er góður. „Þetta eru 116 ungmenni sem tóku þátt í þjálfuninni og þau streyma núna út á atvinnumarkaðinn, 59 stúlkur og 57 piltar,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnþorpanna. „Þátttakendur sækja bæði um störf á almennum vinnumarkaði að þjálfun lokinni og hjá samstarfsfyrirtækjum sem veita lærlingsstöður. Það gengur vel að fá fyrirtæki til samstarfs, bæði opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, til dæmis hafa 40 fyrirtæki bæst við síðan við komum að verkefninu fyrir réttu ári,“ segir hann. Verkefnið kallast The Next Economy og SOS á Íslandi og utanríkisiráðuneytið fjármagna annan hluta þess sem hófst 1. janúar í fyrra og lýkur í árslok 2021. Þjálfunin fer fram í höfuðborgunum Hargeisa í Sómalílandi og Mogadishu í Sómalíu. „Þrátt fyrir uppgang í efnahag margra Afríkuríkja undanfarin ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ungmenni leiðast út á glæpabraut og tilgangur SOS með verkefninu er að leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr,“ segir Hans Steinar. Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum nemur rúmlega 64 milljónum króna. Heildarframlag utanríkisráðuneytisins er rúmlega 51 milljón króna og heildarframlag SOS Barnaþorpanna á Íslandi tæpar 13 milljónir.Nánar á vef SOSÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent