Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2020 21:35 Líklegast er talið að gossprunga opnist norðvestan við Svartsengi, að því er fram kom á íbúafundinum í Grindavík síðdegis. Nokkrar flóttaleiðir eru mögulegar frá Grindavík. HÍ, ÍSOR, Stöð 2/Vincent Drouin, Hafsteinn Þórðarson. Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. Í fréttum Stöðvar 2 var útskýrt með myndrænum hætti hversvegna þessi atburður veldur verulegum áhyggjum. Mynd frá Veðurstofunni sýnir hvar kvikan er að þrýsta á og valda hröðu landrisi. Rauður blettur táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna, samkvæmt mælingum gervitungls. Mestu áhyggjurnar snúa að Grindavík, þar sem búa um 3.500 manns; Bláa lóninu, þar sem kannski 1.500 manns gætu verið hverju sinni, bæði ferðamenn og starfsmenn, og svo einnig orkuverinu í Svartsengi, sem sér Suðurnesjamönnum fyrir bæði rafmagni og heitu vatni. Þekktar sprungur á svæðinu liggja í stefnuna suðvestur-norðaustur.HÍ, ÍSOR, Stöð 2/Vincent Droin, Hafsteinn Þórðarson. Ef gos kæmi upp telja vísindamenn að það yrði hraungos á sprungu í stefnu suðvestur-norðaustur sem gæti orðið nokkurra kílómetra löng, og sú gossprunga gæti lokað Grindavíkurvegi. Sem betur fer Grindvíkinga, þá eru fleiri flóttaleiðir, bæði austur Suðurstrandarveginn en einnig til vesturs í átt að Reykjanesvita, og ef allt um þrýtur hafa þeir einnig höfnina og fjölda báta, rétt eins og íbúar Vestmannaeyja höfðu árið 1973. Landrisið nær yfir stærra svæði en bara rauða blettinn. Svört lína á myndinni táknar hvar þverskurðarmynd er dregin upp af landrisinu og á henni sést að það nær yfir tíu til tólf kílómetra breitt belti, allt vestur frá Eldvörpum og langleiðina austur að Ísólfsskála. En það er líka búið að gefa út gula eldgosaviðvörun gagnvart alþjóðaflugi en loftlínan frá líklegu gossvæði til flugbrauta Keflavíkurflugvallar er bara tólf kílómetrar. Komi til goss miða áætlanir við að flugvellinum verði lokað strax, hugsanlega bara í nokkrar klukkustundir eða fáeina sólarhringa en það réðist af öskufalli og gosmekki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. Í fréttum Stöðvar 2 var útskýrt með myndrænum hætti hversvegna þessi atburður veldur verulegum áhyggjum. Mynd frá Veðurstofunni sýnir hvar kvikan er að þrýsta á og valda hröðu landrisi. Rauður blettur táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna, samkvæmt mælingum gervitungls. Mestu áhyggjurnar snúa að Grindavík, þar sem búa um 3.500 manns; Bláa lóninu, þar sem kannski 1.500 manns gætu verið hverju sinni, bæði ferðamenn og starfsmenn, og svo einnig orkuverinu í Svartsengi, sem sér Suðurnesjamönnum fyrir bæði rafmagni og heitu vatni. Þekktar sprungur á svæðinu liggja í stefnuna suðvestur-norðaustur.HÍ, ÍSOR, Stöð 2/Vincent Droin, Hafsteinn Þórðarson. Ef gos kæmi upp telja vísindamenn að það yrði hraungos á sprungu í stefnu suðvestur-norðaustur sem gæti orðið nokkurra kílómetra löng, og sú gossprunga gæti lokað Grindavíkurvegi. Sem betur fer Grindvíkinga, þá eru fleiri flóttaleiðir, bæði austur Suðurstrandarveginn en einnig til vesturs í átt að Reykjanesvita, og ef allt um þrýtur hafa þeir einnig höfnina og fjölda báta, rétt eins og íbúar Vestmannaeyja höfðu árið 1973. Landrisið nær yfir stærra svæði en bara rauða blettinn. Svört lína á myndinni táknar hvar þverskurðarmynd er dregin upp af landrisinu og á henni sést að það nær yfir tíu til tólf kílómetra breitt belti, allt vestur frá Eldvörpum og langleiðina austur að Ísólfsskála. En það er líka búið að gefa út gula eldgosaviðvörun gagnvart alþjóðaflugi en loftlínan frá líklegu gossvæði til flugbrauta Keflavíkurflugvallar er bara tólf kílómetrar. Komi til goss miða áætlanir við að flugvellinum verði lokað strax, hugsanlega bara í nokkrar klukkustundir eða fáeina sólarhringa en það réðist af öskufalli og gosmekki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Jarðhiti Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15 Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Segir jarðrisið á fleygiferð Landrisið í Svartsengi nálgast þrjá sentímetra á sex dögum. 27. janúar 2020 20:15
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Bæjarstjórinn lýsir ótta og kvíða í Grindavík Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæði ótta og kvíða hjá íbúum vegna óvenjulegs landriss vestan við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að fullorðnir sem börn og unglingar fylgist vel með framvindu mála. Bakarameistarinn í bænum segir fólk skelkað en ánægt með viðbragðsaðila. 27. janúar 2020 13:56
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
Búa sig undir hraungos í Svartsengi á margra kílómetra langri gossprungu Almannavarnir búa sig undir að hraungos geti opnast á sprungu í Svartsengiseldstöðinni milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Hratt landris mælist á svæðinu en jarðeðlisfræðingur segir þó algengast að svona atburður endi með kvikuinnskoti. 27. janúar 2020 15:27
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31