Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 20:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að samningar náist áður en verkföll verða að veruleika. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Það sé alvarlegt mál ef þau verði að veruleika en nú standi yfir undirbúningur ef til þess kemur. Hann vonar þó að samningar náist áður en til verkfalla kemur. „Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og starfsfólk okkar er auðvitað að sinna mjög mikilvægri þjónustu þannig að við erum búin að vera að sitja yfir því með velferðarsviði og skóla- og frístundasviði og umhverfissviði að undirbúa okkur fyrir það ef til verkfalls kemur,“ segir Dagur. Megináhersla sé þó lögð á það að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ekki bara við Eflingu heldur við öll þau stéttarfélög sem borgin eigi í viðræðum við. Lífskjarasamningarnir verði til grundvallar.Sjá einnig: Tilboð Eflingar á við fjóra bragga „Styrkleiki hans er sá að þá fá þeir sem hafa lægst launin mest og ég var mjög ánægður með að það náðist breið samstaða um það. Til viðbótar hefur borgin lagt áherslu á það að það yrði líka samið um útfærslu um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Dagur. Hún sé í senn lífsgæðamál og lífskjaramál. Spurður hvort borgin geti staðið undir þeim kröfum sem Efling gerir í kjaradeilinni svarar Dagur: „Við auðvitað verjum miklum fjármunum til skóla- og velferðarmála, að sjálfsögðu. En kostnaður við eina kjarasamninga þarf að setja í samhengi við það að aðrir muni gera tilkall til sömu viðbótarhækkana ef við förum umfram lífskjarasamningana.“ Óttast að langt sé á milli miðað við yfirlýsingar Eflingar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vildi í samtali við fréttastofu fyrr í dag meina að tilboð Eflingar fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. Þeirri skoðun virðist borgarstjóri ekki deila af ofangreindum orðum hans að dæma. „Fyrir okkur er lykilatriði að ná samningum. Fyrir okkur er lykilatriði að hafa ánægt starfsfólk á öllum vinnustöðum en um leið þurfum við að hafa þetta heildarsamhengi undir þegar verið er að gera kjarasamninga,“ segir Dagur. Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að dæma má ætla að þvert á móti ríki ekki ánægja meðal starfsfólk enda góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni og yfir 95% greiddu atkvæði með verkfallsboðun. „Það var ekki óvænt að fyrst að gripið er til aðgerða að þá mælist mikill stuðningur við það í atkvæðagreiðslu. Það sem ég held að skipti mestu máli er að ná kjarasamningum,“ ítrekar Dagur. Hann segir það alvarlegt mál ef verkföllin verða að veruleika. „Þess vegna er mjög mikið í húfi að við nýtum tímann vel,“ segir Dagur. Hann kveðst mátulega bjartsýnn á að það takist að semja. „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Það sé alvarlegt mál ef þau verði að veruleika en nú standi yfir undirbúningur ef til þess kemur. Hann vonar þó að samningar náist áður en til verkfalla kemur. „Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og starfsfólk okkar er auðvitað að sinna mjög mikilvægri þjónustu þannig að við erum búin að vera að sitja yfir því með velferðarsviði og skóla- og frístundasviði og umhverfissviði að undirbúa okkur fyrir það ef til verkfalls kemur,“ segir Dagur. Megináhersla sé þó lögð á það að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ekki bara við Eflingu heldur við öll þau stéttarfélög sem borgin eigi í viðræðum við. Lífskjarasamningarnir verði til grundvallar.Sjá einnig: Tilboð Eflingar á við fjóra bragga „Styrkleiki hans er sá að þá fá þeir sem hafa lægst launin mest og ég var mjög ánægður með að það náðist breið samstaða um það. Til viðbótar hefur borgin lagt áherslu á það að það yrði líka samið um útfærslu um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Dagur. Hún sé í senn lífsgæðamál og lífskjaramál. Spurður hvort borgin geti staðið undir þeim kröfum sem Efling gerir í kjaradeilinni svarar Dagur: „Við auðvitað verjum miklum fjármunum til skóla- og velferðarmála, að sjálfsögðu. En kostnaður við eina kjarasamninga þarf að setja í samhengi við það að aðrir muni gera tilkall til sömu viðbótarhækkana ef við förum umfram lífskjarasamningana.“ Óttast að langt sé á milli miðað við yfirlýsingar Eflingar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vildi í samtali við fréttastofu fyrr í dag meina að tilboð Eflingar fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. Þeirri skoðun virðist borgarstjóri ekki deila af ofangreindum orðum hans að dæma. „Fyrir okkur er lykilatriði að ná samningum. Fyrir okkur er lykilatriði að hafa ánægt starfsfólk á öllum vinnustöðum en um leið þurfum við að hafa þetta heildarsamhengi undir þegar verið er að gera kjarasamninga,“ segir Dagur. Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að dæma má ætla að þvert á móti ríki ekki ánægja meðal starfsfólk enda góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni og yfir 95% greiddu atkvæði með verkfallsboðun. „Það var ekki óvænt að fyrst að gripið er til aðgerða að þá mælist mikill stuðningur við það í atkvæðagreiðslu. Það sem ég held að skipti mestu máli er að ná kjarasamningum,“ ítrekar Dagur. Hann segir það alvarlegt mál ef verkföllin verða að veruleika. „Þess vegna er mjög mikið í húfi að við nýtum tímann vel,“ segir Dagur. Hann kveðst mátulega bjartsýnn á að það takist að semja. „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49