Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 17:45 Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Kostnaður vegna kröfugerðar Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nemur sambærilegri upphæð og kostnaður við fjóra bragga í Nauthólsvík samkvæmt greiningu Eflingar. Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ráðast í verkfallsaðgerðir sem að óbreyttu hefjast í lok febrúar. Efling boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kröfugerð félagsins var kynnt og hún sett í samhengi við kostnaðinn við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Sjá einnig: Afhendi borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun „Hér var töluvert mikill kostnaður við það að endurnýja húsbyggingu og við höfum orðið vör við það að það er eins og það gæti einhvers ótta við það að þær tillögur sem við erum að leggja fram um launaleiðréttingu láglaunafólks í borginni sé eitthvað sem að muni setja Reykjavíkurborg á hausinn eða valda einhverjum efnahagslegum ósköpum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Eins og við sýnum fram á í þessu kostnaðarmati og eins og má bara mjög auðveldlega álykta út frá þessum tölum sem að við höfum þegar lagt fram og sem að allir geta skoðað að þá er þetta kostnaður sem myndi nema samanlagt fjórfalt þeim kostnaði sem var við að endurnýja þennan bragga,“ segir Viðar en nánar má kynna sér þessa greiningu Eflingar sem hann vitnar til hér. Viðar Þorsteinsson og Sólveig Anna Jónsdóttir kynntu tilboð Eflingar í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg á blaðamannafundi í bragganum við Nauthólsvík í dag. Boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku.Vísir/Friðrik Þór Þá segir Viðar tilboð félagsins fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. „Þessi hugmyndafræði sem að við leggjum til er náttúrlega andstaðan við höfrungahlaup eins og það er yfirleitt notað. Það vísar til þess þegar hærra launaðir hópar eru að taka til sín í prósentum einhverjar launahækkanir sem komið hafa til láglaunahópa. En þessi hugmyndafræði sem við leggjum til, hún er þveröfug vegna þess að hún gengur út á að mestu hækkanirnar komi til þeirra sem eru á lægstu laununum og stiglækki svo mjög hratt,“ segir Viðar. Samkvæmt tillögum Eflingar fái enginn sem sé með yfir rúmlega 400 þúsund krónur í mánaðarlaun neina hækkun. Á ekki von á öðru en verkfalli Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kveðst ekki vera bjartsýn á að það takist að semja við borgina áður en til fyrirhugaðra verkfalla kemur. „Það er náttúrlega ekki langt í að fyrsti verkfallsdagurinn okkar verður, þriðjudagurinn í næstu viku, og eins og staðan er núna þá held ég að það sé eiginlega alveg öruggt að verkföll muni hefjast,“ segir Sólveig. Hún fagnar góðri þátttöku í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina en hún var um 60%. „Þetta er held ég bara söguleg stund í verkfallsbaráttunni á Íslandi,“ segir Sólveig. Hún afhenti embætti ríkissáttasemjara og borgarstjóra formlega verkfallsboðun í morgun en aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks leikskóla, hjúkrunarheimila og við sorphirðu og við gatnaumhirðu. „Við tölum um þetta sem launaleiðréttingu vegna þess að það er það sem þetta er,“ segir Sólveig Anna. Leiðréttingu sem þessa hafi átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu síðan að mati Sólveigar. Hugmyndin byggi á leiðréttingu sem framkvæmd var árið 2005 í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.
Braggamálið Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent