Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 19:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við fréttamann í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að íbúar og ferðamenn á Reykjanesi séu vel upplýstir ef ske kynni að eitthvað myndi gerast á svæðinu. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Áslaug Arna ræddi við fréttamann Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hún sagði að góð og mikil vinna hafi farið fram í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. „Til þess einmitt að hafa viðbragð og viðbúnað í lagi ef ske kynni að eitthvað gerist á svæðinu. Það er auðvitað allur varinn góður. Hér er valinn maður í hverju rúmi, hvort sem talað er um vísindamenn eða í almannavörnum að undirbúa ef svo verður,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að verið sé að búa til viðbragðsáætlun með öllum aðilum sem koma að málinu. „Mikilvægt er að allar upplýsingar liggi fyrir og að fólk sé vel upplýst á svæðinu ef ske kynni að eitthvað gerist. Enn sem komið er er líklegast að þetta hætti bara en það er mikilvægt að vera við öllu búin og það er sú vinna sem er í gangi með öllum aðilum sem þurfa að koma að því.“ Þorbjörn í Grindavík.Vísir/Egill Hún segir að það séu hátt í fimm þúsund manns, íbúar og ferðamenn, séu alla jafna á svæðinu sem þyrfti að rýma ef allt færi á versta veg. Og þá þyrfti að loka fyrirtækjum eins og Bláa lóninu? „Já, það gæti auðvitað komið til þess ef þetta fer á versta veg en við viljum auðvitað vera við öllu búin enda þetta nálægt íbúabyggð og Bláa lóninu.“ Beinir ráðherra því til almennings á svæðinu að fylgjast vel með fréttum og minnir á íbúafundinn í Grindavík á morgun klukkan 16. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að íbúar og ferðamenn á Reykjanesi séu vel upplýstir ef ske kynni að eitthvað myndi gerast á svæðinu. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Áslaug Arna ræddi við fréttamann Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hún sagði að góð og mikil vinna hafi farið fram í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. „Til þess einmitt að hafa viðbragð og viðbúnað í lagi ef ske kynni að eitthvað gerist á svæðinu. Það er auðvitað allur varinn góður. Hér er valinn maður í hverju rúmi, hvort sem talað er um vísindamenn eða í almannavörnum að undirbúa ef svo verður,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að verið sé að búa til viðbragðsáætlun með öllum aðilum sem koma að málinu. „Mikilvægt er að allar upplýsingar liggi fyrir og að fólk sé vel upplýst á svæðinu ef ske kynni að eitthvað gerist. Enn sem komið er er líklegast að þetta hætti bara en það er mikilvægt að vera við öllu búin og það er sú vinna sem er í gangi með öllum aðilum sem þurfa að koma að því.“ Þorbjörn í Grindavík.Vísir/Egill Hún segir að það séu hátt í fimm þúsund manns, íbúar og ferðamenn, séu alla jafna á svæðinu sem þyrfti að rýma ef allt færi á versta veg. Og þá þyrfti að loka fyrirtækjum eins og Bláa lóninu? „Já, það gæti auðvitað komið til þess ef þetta fer á versta veg en við viljum auðvitað vera við öllu búin enda þetta nálægt íbúabyggð og Bláa lóninu.“ Beinir ráðherra því til almennings á svæðinu að fylgjast vel með fréttum og minnir á íbúafundinn í Grindavík á morgun klukkan 16.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13