Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 17:18 Bláa lónið og fjallið Þorbjörn í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6). Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira