Ádeilufrétt um að Alþingi hafi skilgreint öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma blekkir netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 09:59 Skjáskot af umræddri umfjöllun Patheos. Skjáskot Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira