Damon Albarn heldur tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 09:14 Albarn kemur fram í Hörpunni í sumar. vísir/getty/Chiaki Nozu Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma. Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna. Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi. „Hann blasir oft við með öllum sínum smáatriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Gluggarnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Albarn bætir við: „Þetta er íslenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæmlega hér.“ The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare. Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur. Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Söngvarinn, lagahöfundurinn og tónskáldið Damon Albarn flytur nýja verkið sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í heild sinni í Eldborg, Hörpu 12. júní 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Damon hefur verið tíður gestur á Íslandi í tæplega þrjá áratugi og hefur á þessum tíma verið innblásinn af náttúru þess og landslagi. Nýja verkið hans er afleiðing af þessari ást hans á Íslandi og mun hann flytja þetta mjög svo persónulega verk með hópi tónlistarmanna og umgjörðin byggir á sérhönnuðu sjónlistaverki. Tónleikarnir eru hans fyrstu á Íslandi í 23 ár. Albarn sló fyrst í gegn með sveitinni Blur á sínum tíma. Albarn tjáir sig um komandi tónleika í samtali við Morgunblaðið í morgun og segir: „Sjónarhornin eru sífellt að breytast hérna. Stundum er loftið ótrúlega tært og kyrrt – og Snæfellsjökull beint fyrir framan mig! Þarna,“ segir hann og bendir norður yfir Faxaflóann en eins og áður segir hefur Albarn eytt miklu tíma hér á landi. „Hann blasir oft við með öllum sínum smáatriðum. Stundum finnst mér hann vera svo nærri að það er eins og toppurinn gnæfi yfir okkur hér. En í önnur skipti, eins og núna, þá byrgir veðrið sýn, snjór eða regn. Gluggarnir hér eru eins og linsur sem beinast að heillandi náttúrunni.“ Albarn bætir við: „Þetta er íslenska verkið mitt og auðvitað verðum við líka að flytja það hér! Annað kæmi ekki til greina. Það er ljóð um líf mitt hér, nákvæmlega hér.“ The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows var skrifað og samið að fullu á Íslandi. Nafnið er fengið frá ljóðinu Love and Memory eftir John Clare. Miðasala hefst 31. janúar klukkan 12 og er miðaverðið frá 7990 krónur.
Íslandsvinir Reykjavík Tónlist Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira