Segir of mikið gert úr gulri viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 07:46 Frá vettvangi við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira