Innlent

Jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grindavík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftinn varð skammt frá Grindavík.
Jarðskjálftinn varð skammt frá Grindavík. Vísir/vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,7 varð rétt norðaustur af Grindavík skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesskaga og í Borgarnesi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni eftirskjálftar urðu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti að stærð 2,1 við Grindavík samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Þá varð einnig jarðskjálfti að stærð 2,4 nú skömmu eftir klukkan tvö við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austar.

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki um gosóróa hafi fundist í kjölfar skjálftanna. Þá sé svæðið mikið jarðskjálftasvæði og oft verði skjálftar við Fagradalsfjall.

„Það er ekki óalgengt að það verði skjálftar á þessu svæði en auðvitað finnast heldur ekki allir skjálftar svona víða.“

Stóri skjálftinn er merktur með grænni stjörnu á kortinu.Skjáskot/Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×