Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og fréttamaðurinn Halla Oddný Magnúsdóttir hafa sett fallega hæð í Mávahlíðinni á sölu en ásett verð er 64,9 milljónir.
Um er að ræða mikið endurnýjuð neðri hæð með bílskúr í hlíðarhverfinu í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1946 og er eignin 144 fermetrar að stærð. Mbl.is greinir fyrst frá.
Í íbúðinni eru alls tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. Þar má finna tvær stofur.
Bílskúrinn sem er 43,6 fm hefur verið nýttur sem tveggja herbergja íbúð og virðist Víkingur hafa komið sér upp heljarinnar æfingaraðstöðu þar.
Fasteignamatið er 56,7 milljónir en hér að neðan má sjá myndir af heimili Víkings og Höllu.





