Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 16:30 Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. reykjavíkurborg Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu. Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira