Ráðherra segir málefni barna hafa setið á hakanum Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 11:30 Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. stjórnarráðið Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir Sjá meira
Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir Sjá meira