Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 10:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samninganefnd félagsins hafa mætt vanvirðingu í kjaraviðræðum sínum við borgina. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56