Fótbolti

Rúrik í kuldanum hjá Sand­hausen og þjálfarinn bannar honum ekki að fara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í leik með Sandhausen.
Rúrik í leik með Sandhausen. vísir/getty

Rúrik Gíslason gæti yfirgefið lið Sandhausen í þýsku B-deildinni á næstunni.

Íslendingavaktin greinir frá því fyrst íslenskra miðla að Rúrik sé ekki í plönum þjálfara liðsins, Uwe Koschinat, og að hann muni ekki banna Rúrik að fara.

Rúrik var ekki í leikannahópi Sandhausen um síðustu helgi og miðillinn Heilderberg24 greinir frá því að Uwe hafi rætt um framtíð Rúriks á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

Þar sagði hann að erfitt væri að koma Rúrik inn í liðið í 4-4-2 kerfinu sem liðið væri að spila um þessar mundir. Hann gæti bara spilað sem fremsti maður og þar er mikil samkeppni.

Hann sagði að möguleikinn á að Rúrik gæti farið frá félaginu væri nokkur en samningur Rúriks við félagið rennur út á næsta ári.

Sandhausen er í 8. sæti þýsku B-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×