Dusty og FH Keppa til úrslita í League of Legends á Reykjavíkurleikunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2020 14:00 Dusty mætir FH í úrslitum Reykjavíkurleikanna, laugardaginn 1. febrúar klukkan 14:00. RIG Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Helgina 25. Og 26. janúar var undankeppnin spiluð í League of Legends. Alls mættu ellefu lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í úrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. febrúar. Í átta liða úrslitum ber helst að nefna leik KR og Fylkis. Fylkir hafði betur í fyrsta leik liðanna eftir að vera undir meirihluta leiksins. KR komu sterkir til baka og sigruðu næstu 2 leiki til að komast áfram í undanúrslit. Í undanúrslitum mættust Dusty (sigurvegarar haust deildar Lenovo Deildarinnar 2019) og 4Þ1S (sigurvegarar haust deildarinnar í fyrstu deild 2019). Í fyrsta leik hafði Dusty yfirhöndina framanaf en seint í leiknum brást þeim bogalistin og 4Þ1S náðu að koma sér inn í leikinn aftur. Það dugði þó ekki og hafði Dusty betur í fyrsta leiknum. Í leik tvö hafði Dusty yfirhöndina allan tímann og sigraði hann örugglega. Í hinni viðureign dagsins mættust FH og KR. FH var í öðru sæti í haustdeild Lenovo Deildarinnar 2019 en KR í því þriðja. KR átti því harma að hefna frá því liðin mættust síðast. Eftir mjög jafna baráttu var FH þó skrefi á undan í báðum leikjunum og vann viðureignina frekar örugglega, 2-0. Dusty mætir því FH í úrslitum Reykjavíkurleikanna, laugardaginn 1. febrúar klukkan 14:00. Liðin mættust síðast í úrslitum haustdeildar Lenovo Deildarinnar þar sem Dusty sigraði viðureignina 3-0. Eftir helgina er greinilegt að FHingar koma tvíefldir inn í þetta mót og ætla að sýna Dusty mönnum að þeirra tími á toppnum sé liðinn. Hægt er að horfa á leiki undanúrslita á Twitch rás League of Legends lýsandans Siggó. Hægt er að fylgjast með úrslitum í League of Legends í eigin persónu í Háskólabíó, laugardaginn 1. Febrúar og fer miðasala fram við hurð eða á tix.is Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá úrslitum League of Legends á Vísi og á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Helgina 25. Og 26. janúar var undankeppnin spiluð í League of Legends. Alls mættu ellefu lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í úrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. febrúar. Í átta liða úrslitum ber helst að nefna leik KR og Fylkis. Fylkir hafði betur í fyrsta leik liðanna eftir að vera undir meirihluta leiksins. KR komu sterkir til baka og sigruðu næstu 2 leiki til að komast áfram í undanúrslit. Í undanúrslitum mættust Dusty (sigurvegarar haust deildar Lenovo Deildarinnar 2019) og 4Þ1S (sigurvegarar haust deildarinnar í fyrstu deild 2019). Í fyrsta leik hafði Dusty yfirhöndina framanaf en seint í leiknum brást þeim bogalistin og 4Þ1S náðu að koma sér inn í leikinn aftur. Það dugði þó ekki og hafði Dusty betur í fyrsta leiknum. Í leik tvö hafði Dusty yfirhöndina allan tímann og sigraði hann örugglega. Í hinni viðureign dagsins mættust FH og KR. FH var í öðru sæti í haustdeild Lenovo Deildarinnar 2019 en KR í því þriðja. KR átti því harma að hefna frá því liðin mættust síðast. Eftir mjög jafna baráttu var FH þó skrefi á undan í báðum leikjunum og vann viðureignina frekar örugglega, 2-0. Dusty mætir því FH í úrslitum Reykjavíkurleikanna, laugardaginn 1. febrúar klukkan 14:00. Liðin mættust síðast í úrslitum haustdeildar Lenovo Deildarinnar þar sem Dusty sigraði viðureignina 3-0. Eftir helgina er greinilegt að FHingar koma tvíefldir inn í þetta mót og ætla að sýna Dusty mönnum að þeirra tími á toppnum sé liðinn. Hægt er að horfa á leiki undanúrslita á Twitch rás League of Legends lýsandans Siggó. Hægt er að fylgjast með úrslitum í League of Legends í eigin persónu í Háskólabíó, laugardaginn 1. Febrúar og fer miðasala fram við hurð eða á tix.is Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá úrslitum League of Legends á Vísi og á Twitch rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira