Feður eiga líka fæðingarsögur: „Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Ísak og Gréta eiga eina stúlku sem kom í heiminn árið 2017. Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira