Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2020 08:45 Áhugafólk um kvikmyndir fer reglulega í Bíó Paradís. Vísir/Vilhelm Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020 Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri bíósins, við Vísi. Framundan er stjórnarfundur hjá Heimi kvikmyndanna klukkan níu þar sem staða bíósins verður til umræðu. Starfsfólk bíósins mun vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þess vegna er gert ráð fyrir því að starfsemin haldist óbreytt í febrúar, mars og apríl. Bíó Paradís stendur við Hverfisgötu 52 og er með húsnæðið á leigu. Húsnæðið er í eigu félagsins Karls Mikla ehf. Eftir því sem fréttastofa kemst næst mun hækkun á leigu hafa sett rekstur bíósins í uppnám. Karl Mikli ehf. er í eigu þriggja félaga: AH verkataka ehf., sem er í eigu Arnars Haukssonar og Hauks Halldórssonar. GPS Invest ehf., sem er í eigu PÁJ Invest ehf. sem svo er í eigu Péturs Árna Jónssonar. Ægis Invest ehf. sem svo er í eigu Gísla Haukssonar. Arnar og Gísli eru bræður sem voru lengi tengdir fjárfestingafélaginu GAMMA, rétt eins og Pétur Árni. Bíó Paradís var opnað í september 2010 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári. Þar var áður bíó sem hét Regnboginn en bíóið gekk í endurnýjun lífdaga. Lagt var upp með að bíóið hefði á dagskrá sinni nýjar áhugaverðar kvikmyndir víðsvegar að, auk hverskyns eldri mynda erlendra sem innlendra, hýsa kvikmyndahátíðir og standa fyrir hverskyns kvikmyndatengdum viðburðum. „Reglulegar sýningar á perlum kvikmyndanna fyrir börn og unglinga fara fram í húsinu, þar sem markmiðið er að efla þekkingu og menntun á þessari mikilvægu listgrein. Bíó Paradís er því nokkurskonar hjarta kvikmyndamenningar í landinu; áfangastaður allra þeirra sem vilja eiga góðar stundir í afslöppuðu umhverfi sem angar af andrúmslofti kvikmyndanna. Hús af þessu tagi eru meðal lykilstofnana höfuðborga víðsvegar um heim, vinsælir áfangastaðir fyrir heimamenn jafnt sem ferðamenn. Þau má til dæmis finna á öllum Norðurlöndunum, í flestum Evrópulöndum og í helstu borgum Bandaríkjanna og Kanada,“ segir á heimasíðu bíósins. Nokkur umræða hefur skapast á Twitter vegna tíðinda. Ari Eldjárn, grínisti og mikill kvikmyndaáhugamaður, er miður sín. Leigan er að hækka. Leigusalar eru Gísli Hauks og félagar. Hér vantar lagaumgjörð sem ver leigjendur. Þetta er markaðurinn. Verði okkur að góðu. https://t.co/YN932WUukY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 30, 2020 What?!? Hvernig gat þetta gerst? Hvað er hægt að gera?— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 30, 2020
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira