Hyundai Kona N við prófanir á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Hyundai Kona N á Nürburgring Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent