Jóhann Bjarni: „Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 13:40 Jóhann Bjarni og Eyrýn Björk með börnunum við Svartafoss. „Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
„Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira