Jóhann Bjarni: „Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 13:40 Jóhann Bjarni og Eyrýn Björk með börnunum við Svartafoss. „Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira
„Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Sjá meira