Vann úr sorginni og úr varð sýning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Sólveig Hólmarsdóttir listakona við eitt verka sinna á sýningunni Upprisu. Vísir/Arnar Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira