Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46
Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28