Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 07:31 VIðskipti og veiðar Samherja í Namibíu hafa verið til skoðunar frá því í vetur. Vísir/Egill Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29
Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52