Sportpakkinn: Mourinho viðurkenndi að betra liðið hefði tapað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Heung-Min Son og Serge Aurier fagna sigurmarki Kóreumannsins. Getty/Charlotte Wilson Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira