Óttast að fjórar milljónir stúlkubarna sæti limlestingu á kynfærum í ár Heimsljós kynnir 6. febrúar 2020 11:00 UNICEF Tvö hundruð milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum í dag hafa sætt limlestingu á kynfærum með tilheyrandi líkamlegu og sálrænu áfalli sem slíkri misþyrmingu fylgir. Að óbreyttu bætast 68 milljónir kvenna í þennan hóp fyrir árið 2030. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn limlestingum á kynfærum kvenna – International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation – hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þess að herða baráttuna gegn þessum verknaði en samkvæmt heimsmarkmiðunum á að vera búið að uppræta slíkar misþyrmingar árið 2030. „Nú er tíminn til að fjárfesta og umbreyta pólitískum skuldbindingum í áþreifanlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að gera meira og gera það betur og hraðar til að binda loks enda á þennan verknað í eitt skipti fyrir öll. Nú er tíminn til að efna loforð okkar til allra stúlka og ná markmiðum okkar um að uppræta limlestingar á kynfærum stúlkna fyrir árið 2030,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingu framkvæmdastjóra UNICEF, UN Women og WHO. Limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna tíðkast í þrjátíu ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og Asíu. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum frá frumbernsku til fimmtán ára. Þrátt fyrir að stuðningur við þennan grimmdarlega verknað fari dvínandi víða þýðir mannfjölgun í þeim löndum, þar sem slíkar limlestingar tíðkast, að tilfellum fjölgi að líkindum næsta áratuginn. Fram kemur á vef UNICEF að einungis í ár eigi rúmlega fjórar milljónir stúkna á hættu að kynfæri þeirra verði limlest. Að mati UNICEF er jafnrétti kynjanna ein besta leiðin til að uppræta þessa hefð því verknaðurinn og hefðin eigi djúpstæðar rætur í kynjamisrétti. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í frétt að limlestingar á kynfærum kvenna geti haft í för með sér skaðvænlegar afleiðingar til bæði lengri og skemmri tíma. „Fylgifiskar geta verið stöðugir verkir, sýkingar, hætta á HIV-smiti, kvíði og þunglyndi, erfiðar fæðingar, ófrjósemi og jafnvel dauði,“ segir í frétt UNRIC. Auk skaða fyrir andlega og líkamlega heilsu bendir UNRIC á að verknaðurinn feli einnig í sér gróft brot á réttindum kvenna og stúlkna. Aukinheldur felist í athæfinu pyntingar, grimmileg-, niðrandi- og ómannúðleg meðferð, brot á réttindum barna og mörg önnur mannréttindabrot. Þá er minnt á þá mikilvægu staðreynd að limlestar á kynfærum kvenna eru ekki trúarleg hefð, slíkur verknaður tíðkist hjá múslimum, kristnum mönnum og gyðingum. „Kerfisbundins átaks er þörf til þess að binda enda á þetta athæfi. Virkja ber heilu samfélögin til að horfast í augu við mannréttinda og jafnréttishliðar vandans,“ segir í frétt UNRIC. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa verið í fararbroddi í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna og þær beina sjónum sínum nú að 17 ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Ísland hefur um árabil stutt það verkefni með fjárframlagi og samningur um það var endurnýjaður árið 2018 til fimm ára. Myndbandið hér að ofan er hluti af baráttuherferð Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent
Tvö hundruð milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum í dag hafa sætt limlestingu á kynfærum með tilheyrandi líkamlegu og sálrænu áfalli sem slíkri misþyrmingu fylgir. Að óbreyttu bætast 68 milljónir kvenna í þennan hóp fyrir árið 2030. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn limlestingum á kynfærum kvenna – International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation – hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þess að herða baráttuna gegn þessum verknaði en samkvæmt heimsmarkmiðunum á að vera búið að uppræta slíkar misþyrmingar árið 2030. „Nú er tíminn til að fjárfesta og umbreyta pólitískum skuldbindingum í áþreifanlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að gera meira og gera það betur og hraðar til að binda loks enda á þennan verknað í eitt skipti fyrir öll. Nú er tíminn til að efna loforð okkar til allra stúlka og ná markmiðum okkar um að uppræta limlestingar á kynfærum stúlkna fyrir árið 2030,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingu framkvæmdastjóra UNICEF, UN Women og WHO. Limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna tíðkast í þrjátíu ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og Asíu. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum frá frumbernsku til fimmtán ára. Þrátt fyrir að stuðningur við þennan grimmdarlega verknað fari dvínandi víða þýðir mannfjölgun í þeim löndum, þar sem slíkar limlestingar tíðkast, að tilfellum fjölgi að líkindum næsta áratuginn. Fram kemur á vef UNICEF að einungis í ár eigi rúmlega fjórar milljónir stúkna á hættu að kynfæri þeirra verði limlest. Að mati UNICEF er jafnrétti kynjanna ein besta leiðin til að uppræta þessa hefð því verknaðurinn og hefðin eigi djúpstæðar rætur í kynjamisrétti. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í frétt að limlestingar á kynfærum kvenna geti haft í för með sér skaðvænlegar afleiðingar til bæði lengri og skemmri tíma. „Fylgifiskar geta verið stöðugir verkir, sýkingar, hætta á HIV-smiti, kvíði og þunglyndi, erfiðar fæðingar, ófrjósemi og jafnvel dauði,“ segir í frétt UNRIC. Auk skaða fyrir andlega og líkamlega heilsu bendir UNRIC á að verknaðurinn feli einnig í sér gróft brot á réttindum kvenna og stúlkna. Aukinheldur felist í athæfinu pyntingar, grimmileg-, niðrandi- og ómannúðleg meðferð, brot á réttindum barna og mörg önnur mannréttindabrot. Þá er minnt á þá mikilvægu staðreynd að limlestar á kynfærum kvenna eru ekki trúarleg hefð, slíkur verknaður tíðkist hjá múslimum, kristnum mönnum og gyðingum. „Kerfisbundins átaks er þörf til þess að binda enda á þetta athæfi. Virkja ber heilu samfélögin til að horfast í augu við mannréttinda og jafnréttishliðar vandans,“ segir í frétt UNRIC. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa verið í fararbroddi í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna og þær beina sjónum sínum nú að 17 ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Ísland hefur um árabil stutt það verkefni með fjárframlagi og samningur um það var endurnýjaður árið 2018 til fimm ára. Myndbandið hér að ofan er hluti af baráttuherferð Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent