Náði einstökum myndum af baráttu hafarna um silung við Mývatn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 22:00 Á þessari mynd sem Gísli tók sést vel barátta arnanna um bráðina. Gísli Rafn Jónsson Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan. Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Gísli Rafn Jónsson, Mývetningur og bílstjóri, sem búsettur er á bænum Arnarnesi í Vogum við Mývatn náði einstökum myndum um hádegisbil í dag af tveimur haförnum sem hafa gert sig heimakomna við vatnið undanfarnar vikur. Hús Gísla stendur við þann hluta vatnsins þar sem ís leggur ekki yfir veturinn. Endur og álftir halda sig því þar um vetrartímann auk þess sem þar eru hrygningarstöðvar urriðans. Það er því grunnt á silunginn og annar örninn nýtti sér það í dag þegar hann náði að veiða einn upp úr vatninu. Þegar hann var kominn með bráðina í klærnar vildi hins vegar hinn haförninn sem var með í för fá sér fisk líka og freistaði því þess að ná silungnum af þeim sem veiddi. Silungurinn í klóm arnarins.gísli rafn jónsson Afar sjaldgæf sjón við vatnið Gísli myndaði baráttu arnanna um bráðina en sá sem veiddi náði að halda fisknum. Hann segir það hafa verið einstakt að verða vitni að baráttunni um silunginn en aðspurður hvort að hafernir séu algeng sjón við Mývatn svarar Gísli því neitandi. „Nei, það er nefnilega málið að þetta er afskaplega sjaldgæft. Það hefur svo sem gerst á undanförnum árum að það hafa slæðst svona einn og einn fugl, eins og gerist, eins og einhverjir flækingar, sem eru smástund en fara svo. En nú eru þessir tveir gaukar búnir að vera hér meira og minna síðan einhvern tímann fyrir jól,“ segir Gísli. Hann kveðst síðast hafa séð annan örninn fyrir þremur til fjórum dögum. Þá hafi örninn verið við veiðar en hálfpartinn í felum svo engin náðist myndin. Ernirnir voru ekki nema um 50 til 60 metra frá Gísla sem tók myndirnar frá húsinu sínu sem stendur um 40 metra frá vatninu.gísli rafn jónsson Um 50 til 60 frá örnunum Í dag hafi hins vegar hitt svo vel á að Gísli var akkúrat að koma heim í hádeginu þegar hann tók eftir örnunum úti á vatninu. „Þannig að ég hljóp inn, sótti myndavélina mína og rauk hér út á pallinn. Ég tek þetta bara frá húsinu mínu.“ Hús Gísla stendur um 40 metra frá vatninu svo ernirnir voru ansi nálægt honum, ekki nema um 50 til 60 metra. Hafernirnir sjást hér fyrir miðri mynd sem þústir á ísnum en endurnar fljúga fyrir ofan þá. Gísli segir endurnar venjulega ekki fljúga mikið á þessum árstíma en þegar ernirnir koma tvístrast þær um allt.gísli rafn jónsson Endurnar tvístrast um allt þegar ernirnir mæta Gísli segist hafa smá áhyggjur af því ef hafernirnir fari að gera sig heimakomna við vatnið til lengri tíma og þá aðallega vegna andanna sem eru við vatnið og andarunganna sem koma í vor. Hann segir að endurnar á vatninu séu venjulega ekki að fljúga á þessum árstíma en þegar ernirnir láti sjá sig tvístrist þær um allt, út og suður. „Þannig að ég held að þetta sé ekki alveg nógu gott sko. Ég vil nú frekar hafa endurnar heldur en hafernina. Af því að þetta er nú þekktasti andastaður í allri veröldinni, Mývatn er nú þannig, þannig að við vonum nú eiginlega að þeir fari nú að pakka saman,“ segir Gísli. Gísli deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag og má sjá þær allar í færslunni hér fyrir neðan.
Dýr Skútustaðahreppur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira