Mótmæltu lokun Bláfjallavegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 16:00 Ætlunin var að keyra eftir veginum en búið var að loka honum. Mynd/Bjarni Freyr Báruson Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Hópur áhugamanna um að Bláfjallavegur verði áfram opinn mótmælti lokun vegarins á táknrænan hátt í dag. Hópurinn ætlaði sér að aka eftir veginum en þegar þeir mættu á svæðið hafði Vegagerðin þegar lokað veginum með faratálma.Vegagerði tilkynnti í gær að Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda yrðu lokað varanlega frá og með deginum í dag. Lítil umferð væri um veginn, hann ekki þjónustaður yfir vetrartímann auk þess sem að vegurinn lægi að stórum hluta innan vatnsverndarsvæðis.„Talið er mikilvægt að huga að vatnsvernd og grípa inn í áður en hugsanlegt óhapp verður,“ sagði í tilkynningu Vegagerðinnar.Tilkynningin vakti töluverða athygli en fljótlega eftir að hún var sett í loftið var Facebook-hópurinn „Vegleysa - Mótmæli gegn lokun Bláfjallavegar!“ stofnaður.Í samtali við Vísi segir Bjarni Freyr Báruson, stofnandi hópsins, að hann telji sparnaðaraðgerðir vera ástæðu lokunarinnar, en ekki vatnsverndarsjónarmið. Hann og fleiri skipulögðu táknræna mótmælaferð um veginn til að mótmæla lokuninni. Vegagerðin hefur komið fyrir þessum farartálmum á veginum.Mynd/Bjarni Freyr Báruson Segir lokunina vera harkalega aðgerð „Ég tel þetta vera alltof harkalega aðgerð á svæði sem nú þegar hefur mjög mikla umferð og starfsemi. Það er hægt að sporna við slysum með öðrum hætti,“ segir Bjarni Freyr í samtali við Vísi. Hann segir ýmsa aðra möguleika í stöðunni en að loka veginum sé markmiðið að vernda vatnsverndarsvæði fyrir mögulegri mengun. „Vatnsverndarsjónarmið getur varla verið eina röksemdin fyrir því að ákveða framtíð vegarins því en lágmarka mætti hættu af slysum með ýmsum hætti s.s. með því að lækka lágmarkshraða, takmarka öxulþunga, banna olíu- og efnisflutninga og með smávægilegum vegabótum og merkingum hér og þar,“ skrifaði hann í mótmælabréfi sem hann sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Vegagerðina. „Þetta virðist ekki eiga sér neina aðra stoð en peningasparnaður og þetta er sett fram undir þeirri átyllu að þetta sé vatnsverndarsjónarmið. Maður þarf ekki að horfa lengur en bara til Bláfjalla, til Þríhnúkagígs, frá Bláfjallavegi til Suðurlandsvegar sem liggur í gegnum þetta sama vatnsverndarsvæði og þar virðast þessi rök ekki eiga við,“ segir Bjarni Freyr. Kaflanum sem hefur verið lokað er rauðmerktur á kortinu.Vegagerðin
Kópavogur Samgöngur Tengdar fréttir Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Bláfjallavegi lokað varanlega vegna vatnsverndarsjónarmiða Bláfjallavegi (nr. 417) frá Bláfjallaleið og að hellinum Leiðarenda verður lokað varanlega á morgun klukkan 15. 3. febrúar 2020 13:13