Rob og Emily breyttu sendiferðabíl í húsbíl og búa þar í dag. Parið ferðast mikið og heldur úti samfélagsmiðlasíðum undir nafninu The Road Is Our Home.
Á Facebook-síðu Viral Thread má sjá fjögurra mínútna langt myndband þar sem sjá má hvernig parið breytti bifreiðinni í húsbíl.
Nokkuð athyglisvert myndband en þar má glögglega sjá að það er mikil vinna að innrétta slíkt faratæki sem heimili.
Hér að neðan má sjá myndbandið.