Fjölnismenn eftir Kjarval komnir aftur til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:23 Verkið hangir uppi í sýningarsal Smiðjunnar. aðsend Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku. Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára. Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar. Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti. Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna. Myndlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Málverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes Kjarval er komið aftur til Íslands. Myndin er til sýnis og sölu í Smiðjunni Listhúsi en verkið hefur verið um árabil í Danmörku. Verkið var keypt af Íslendingi á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun desember og kemur það upphaflega úr dánarbúi Ragnars í Smára. Verkið er af Fjölnismönnum, þeim Brynjólfi Péturssyni lögfræðingi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og náttúrufræðingi, Konráði Gíslasyni málfræðingi og Tómasi Sæmundssyni guðfræðingi og presti. Fjórmenningarnir voru skólabræður í Bessastaðaskóla og voru saman við nám við Kaupmannahafnarháskóla á fjórða áratugi nítjándu aldar. Þeir Fjölnismenn stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1834 þar sem þeir kynntu nýjar hugmyndir um sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar, gagnrýndu samtímann á Íslandi og þar birtust mörg þekktustu ljóða Jónasar í fyrsta skipti. Þegar verkið var boðið upp í lok síðasta árs hjá Bruun og Rasmussen í Kaupmannahöfn var það verðlagt á 150 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna.
Myndlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira