Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 13:20 Erjur milli Eflingar og Pírata í tengslum við kjaradeilu borgarstarfsmanna og Reykjavíkurborgar eru harðar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að besta starf sem hann hafi gegnt um dagana sé að hafa verið starfsmaður á leikskóla. Ef launin væru hærri væri hann þar enn. Nema, launin eru of lág. Þrátt fyrir þetta hugnast honum ekki aðferðir Eflingar í kjarabaráttu starfsmanna leikskóla sem heyra undir kjarasamninga Eflingar, eða það sem heitir leiðbeinendur í kjarasamningum. Maður útí bæ með mjög há laun Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á erfitt með að leynda gremju sinni og skömm á þessum málflutningi en Björn Leví hefur lýst því yfir að hann styðji kjarabaráttu launafólks, en Eflingu styðji hann hins vegar ekki. „Takk, maður útí bæ með mjög há laun, fyrir að kasta skít í risastóran hóp láglaunakvenna sem að berjast fyrir því að eiga kannski stundum nokkra þúsundkalla til eyða í sig sjálfar af því að baráttuaðferðir þeirra eru ekki þér að skapi,“ segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni og lætur fylgja með umdeildum pistil Björns Levís. Sólveig Anna lætur þetta ekki duga heldur lætur hún fylgja með tjámerki, kúk sem er eiginlega til marks um að hún gefi skít í þingmanninn; í það minnsta pistil hans. Sólveig Anna gefur skít í pistil Björns Levís.visir/vilhelm Þar segir þingmaðurinn meðal annars það að himinn og haf sé milli þess að styðja láglaunafólk og Eflingu, sem er stærsta stéttarfélagið. Björn Leví telur styttingu vinnuviku ekki nægjanlega framarlega í kjaradeilu milli leikskólakvenna og borgarinnar. „Sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl. Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“ Vill standa með Dóru Björtu Ýmsir sem taka til máls á síðu Sólveigar Önnu eiga reyndar erfitt með að skilja hvað Björn Leví er að fara, að hann styðji láglaunafólk, vilji að það sé á hærri launum en standi ekki með Eflingu? En, hann talar um að áróðursherferðin „sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“ Ef að líkum lætur er hann þar að fetta fingur út í neyðarlega uppákomu í tengslum við fund sem Efling efndi til en var frestað vegna slakrar mætingar oddvita flokkanna í borgarstjórn. Þau sendu þeim pillur sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, var ósátt við. Hún sagði, líkt og Björn Leví, að Píratar stæðu með láglaunafólki, og það hefði ekki staðið á henni að mæta á fundinn en Efling hefur stillt kjarabaráttunni þannig upp að þeir sem ekki styðji Eflingu, styddu þar með ekki láglaunafólk. Þetta kemur fram í meðfylgjandi örpistli Dóru á Facebooksíðu hennar. Ef þessum erjum Eflingar og Pírata má ráða að hin harða kjarabarátta fer út um víðan völl. Kjaramál Píratar Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að besta starf sem hann hafi gegnt um dagana sé að hafa verið starfsmaður á leikskóla. Ef launin væru hærri væri hann þar enn. Nema, launin eru of lág. Þrátt fyrir þetta hugnast honum ekki aðferðir Eflingar í kjarabaráttu starfsmanna leikskóla sem heyra undir kjarasamninga Eflingar, eða það sem heitir leiðbeinendur í kjarasamningum. Maður útí bæ með mjög há laun Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á erfitt með að leynda gremju sinni og skömm á þessum málflutningi en Björn Leví hefur lýst því yfir að hann styðji kjarabaráttu launafólks, en Eflingu styðji hann hins vegar ekki. „Takk, maður útí bæ með mjög há laun, fyrir að kasta skít í risastóran hóp láglaunakvenna sem að berjast fyrir því að eiga kannski stundum nokkra þúsundkalla til eyða í sig sjálfar af því að baráttuaðferðir þeirra eru ekki þér að skapi,“ segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni og lætur fylgja með umdeildum pistil Björns Levís. Sólveig Anna lætur þetta ekki duga heldur lætur hún fylgja með tjámerki, kúk sem er eiginlega til marks um að hún gefi skít í þingmanninn; í það minnsta pistil hans. Sólveig Anna gefur skít í pistil Björns Levís.visir/vilhelm Þar segir þingmaðurinn meðal annars það að himinn og haf sé milli þess að styðja láglaunafólk og Eflingu, sem er stærsta stéttarfélagið. Björn Leví telur styttingu vinnuviku ekki nægjanlega framarlega í kjaradeilu milli leikskólakvenna og borgarinnar. „Sú stytting sem náðist í lífskjarasamningunum var drasl. Var í raun bara tilfærsla á pásum en ekki eiginleg stytting vinnutíma.“ Vill standa með Dóru Björtu Ýmsir sem taka til máls á síðu Sólveigar Önnu eiga reyndar erfitt með að skilja hvað Björn Leví er að fara, að hann styðji láglaunafólk, vilji að það sé á hærri launum en standi ekki með Eflingu? En, hann talar um að áróðursherferðin „sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina.“ Ef að líkum lætur er hann þar að fetta fingur út í neyðarlega uppákomu í tengslum við fund sem Efling efndi til en var frestað vegna slakrar mætingar oddvita flokkanna í borgarstjórn. Þau sendu þeim pillur sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, var ósátt við. Hún sagði, líkt og Björn Leví, að Píratar stæðu með láglaunafólki, og það hefði ekki staðið á henni að mæta á fundinn en Efling hefur stillt kjarabaráttunni þannig upp að þeir sem ekki styðji Eflingu, styddu þar með ekki láglaunafólk. Þetta kemur fram í meðfylgjandi örpistli Dóru á Facebooksíðu hennar. Ef þessum erjum Eflingar og Pírata má ráða að hin harða kjarabarátta fer út um víðan völl.
Kjaramál Píratar Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43