Telur að pallbíl hafi verið ekið yfir leiði í Mosfellskirkjugarði Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. febrúar 2020 17:29 Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. Helgi Þór Eiríksson Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Slæm aðkoma var í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsbæ í dag en svo virðist sem að ökutæki hafi verið ekið utan vegslóða og yfir leiði. Helgi Þór Eiríksson, sem reynir að vitja leiðis móður sinnar vikulega með föður sínum, segir að aðkoman í garðinum hafi ekki verið góð þegar hann kom þangað um hádegisbil í dag. Hann segir leiðinlegt að horfa upp á slíkt en segir aðkomuna í garðinum oft vera misjafna. Oft sé illa gengið um garðinn auk þess sem hann sé oftar en ekki illa hirtur að hans mati. „Svo kemur eitthvað svona upp á. Bílar sækja í að keyra þarna upp í gegnum hliðið.“ Helgi Þór Eiríksson Bifreiðin líklega lent í erfiðleikum Sjálfur segist hann skilja að ekki allir eigi auðvelt með gang og vilji því keyra inn í garðinn. „Þarna tók ég eftir því að viðkomandi bíll hafði ekki keyrt eftir veginum heldur yfir garðinn, og yfir gróður sem var búið að setja þarna.“ Hann hafi síðan séð för eftir bílinn sem hafi legið á milli tveggja leiða í garðinum en Helgi telur að atvikið hafi átt sér stað einhvern tímann frá því í gærkvöldi og þar til snemma í morgun. „Svo sá ég rétt við leiði móður minnar að þar voru mjög slæm för, rétt við leiðin. Þá sá ég að bíllinn hafði lent í einhverju veseni.“ Brotinu stillt upp við leiðið Helgi segir greinilegt að um pallbíl hafi verið að ræða, þar sem för afturdekkja hafi verið tvöföld. „Við löbbuðum bara eftir förunum og til baka. Þá sé ég betur að það er búið að keyra yfir einhver leiði,“ segir Helgi. Hann segist þá einnig hafa séð að búið væri að keyra niður kross við eitt leiðanna í garðinum. „Þá var greinilega búið að taka krossinn sem brotnaði af, og stilla honum upp á brotinu.“ Forsvarsmenn kirkjugarðsins kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Helgi Þór Eiríksson
Kirkjugarðar Mosfellsbær Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira