Fór með börnin sín út á land eftir ítrekaðar hótanir frá barnaníðingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 10:35 Mikael Torfason segir að umfjöllun DV hafi verið glannalega framsett. Skjáskot/Youtube Mikael Torfason, sem hefur ritstýrt mörgum af stærstu fjölmiðlum landsins er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Eftir Mikael liggja fjölmargar bækur og um árabil ritstýrði hann DV, Fréttablaðinu, Fréttatímanum og tímaritum Birtings. Í viðtalinu ræða hann og Sölvi alls kyns sögur sem áttu sér stað bak við tjöldin. Ein sú stærsta var þegar tugþúsundir manna vildu leggja niður DV eftir frétt um barnaníðing á Vestfjörðum. „Fréttin er alveg rock solid, en svo getum við ekki setið á okkur, þannig að ég breyti fyrirsögninni á forsíðu í að taka það sérstaklega fram að hann hafi verið einhentur. Svo gerist það um nóttina áður en blaðið fer í prentun, að hann hengir sig,“ segir Mikael. „Þessi frétt var glannalega framsett. Í fullkomnunaráráttunni minni á þessum tíma fannst mér að það hefði verið betra að standa fastari fótum og vera ekki með einhvern fíflaskap í þessu máli og sleppa því að segja að hann væri einhentur. Þetta var fullmikið „british tabloid“ en það var rosalega lærdómsríkt ferli sem fylgdi þarna á eftir að vera svona umdeildur.“ Dagana eftir að fréttin fór úr skrifuðu tugþúsundir Íslendinga undir undirskriftarlista um að það ætti að leggja niður DV og Mikael gat varla farið út í búð í langan tíma á eftir. „Þetta var ótrúlega áhugaverður tími sem kenndi mér mikið. Það er rosalega mikill áróður gegn blaðamönnum og við erum á ákveðinn hátt vanþróuð hvernig við lítum á blaðamennsku. Ég hef örugglega tapað á bilinu 8 til 12 meiðyrðamálum fyrir dómi, en aldrei á þeirri forsendu að það hafi ekki verið satt.“ Steingrímur Njálsson mætti á ritstjórnina Mikael þurfti að fara með börnin sín út á land og láta þau vera þar í kjölfarið, þar sem hann lenti í alls kyns hótunum og segir að barnaníðingar hafi fengið byr í seglin og margir þeirra höfðu samband við hann og DV eftir að fréttin kom út. „Það var fullt af nafntoguðu fólki sem vildi segja þá skoðun sína að ég hefði drepið mann þegar ég skrifaði fréttina og hann hengdi sig. Margir með mjög harðar skoðanir, en það hvarflaði aldrei að mér að fara í mál. Þetta getur alveg böggað mig og ég get setið heima hjá mér og sárnað.“ Hann fór þó ekki í mál við þessa einstaklinga. „Ég lenti alveg í því að leigubílar neituðu að keyra mig og ég lenti alveg í því að barnaníðingar komu inn á ritstjórnina og heim til mín og sögðust vita hvar börnin mín væru og svo framvegis. Þeim fannst þeir vera komnir með uppreisn æru þarna og Steingrímur Njálsson kom inn á ritstjórnina af því að hann taldi þarna að núna sæi fólk loksins hvað barnaníðingar hefðu verið mikil fórnarlömb fjölmiðla og ég flutti börnin mín í skjól út á land. Við sóttum þau bara í skólann og keyrðum þau alltaf austur fyrir fjall þess á milli,“ segir Mikael meðal annars í viðtalinu. „Ástæðan fyrir því að þetta var svona umdeilt var að við vorum að kroppa í sár sem enginn hafði þorað að kroppa í. Varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og kynbundið ofbeldi og fleira. Það var á þessum tíma raunverulegt að skömmin var þín ef þú varst fórnarlamb.“ Í dag býr Mikael með fjölskyldu sinni í Vínarborg, þar sem hann fæst mest við að skrifa handrit fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Í viðtalinu fara hann og Sölvi yfir stórmerkilegan feril Mikaels, erfiðustu fréttirnar, eigendaafskipti, gildi í blaðamennsku og margt fleira. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Mikael Torfason, sem hefur ritstýrt mörgum af stærstu fjölmiðlum landsins er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Eftir Mikael liggja fjölmargar bækur og um árabil ritstýrði hann DV, Fréttablaðinu, Fréttatímanum og tímaritum Birtings. Í viðtalinu ræða hann og Sölvi alls kyns sögur sem áttu sér stað bak við tjöldin. Ein sú stærsta var þegar tugþúsundir manna vildu leggja niður DV eftir frétt um barnaníðing á Vestfjörðum. „Fréttin er alveg rock solid, en svo getum við ekki setið á okkur, þannig að ég breyti fyrirsögninni á forsíðu í að taka það sérstaklega fram að hann hafi verið einhentur. Svo gerist það um nóttina áður en blaðið fer í prentun, að hann hengir sig,“ segir Mikael. „Þessi frétt var glannalega framsett. Í fullkomnunaráráttunni minni á þessum tíma fannst mér að það hefði verið betra að standa fastari fótum og vera ekki með einhvern fíflaskap í þessu máli og sleppa því að segja að hann væri einhentur. Þetta var fullmikið „british tabloid“ en það var rosalega lærdómsríkt ferli sem fylgdi þarna á eftir að vera svona umdeildur.“ Dagana eftir að fréttin fór úr skrifuðu tugþúsundir Íslendinga undir undirskriftarlista um að það ætti að leggja niður DV og Mikael gat varla farið út í búð í langan tíma á eftir. „Þetta var ótrúlega áhugaverður tími sem kenndi mér mikið. Það er rosalega mikill áróður gegn blaðamönnum og við erum á ákveðinn hátt vanþróuð hvernig við lítum á blaðamennsku. Ég hef örugglega tapað á bilinu 8 til 12 meiðyrðamálum fyrir dómi, en aldrei á þeirri forsendu að það hafi ekki verið satt.“ Steingrímur Njálsson mætti á ritstjórnina Mikael þurfti að fara með börnin sín út á land og láta þau vera þar í kjölfarið, þar sem hann lenti í alls kyns hótunum og segir að barnaníðingar hafi fengið byr í seglin og margir þeirra höfðu samband við hann og DV eftir að fréttin kom út. „Það var fullt af nafntoguðu fólki sem vildi segja þá skoðun sína að ég hefði drepið mann þegar ég skrifaði fréttina og hann hengdi sig. Margir með mjög harðar skoðanir, en það hvarflaði aldrei að mér að fara í mál. Þetta getur alveg böggað mig og ég get setið heima hjá mér og sárnað.“ Hann fór þó ekki í mál við þessa einstaklinga. „Ég lenti alveg í því að leigubílar neituðu að keyra mig og ég lenti alveg í því að barnaníðingar komu inn á ritstjórnina og heim til mín og sögðust vita hvar börnin mín væru og svo framvegis. Þeim fannst þeir vera komnir með uppreisn æru þarna og Steingrímur Njálsson kom inn á ritstjórnina af því að hann taldi þarna að núna sæi fólk loksins hvað barnaníðingar hefðu verið mikil fórnarlömb fjölmiðla og ég flutti börnin mín í skjól út á land. Við sóttum þau bara í skólann og keyrðum þau alltaf austur fyrir fjall þess á milli,“ segir Mikael meðal annars í viðtalinu. „Ástæðan fyrir því að þetta var svona umdeilt var að við vorum að kroppa í sár sem enginn hafði þorað að kroppa í. Varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og kynbundið ofbeldi og fleira. Það var á þessum tíma raunverulegt að skömmin var þín ef þú varst fórnarlamb.“ Í dag býr Mikael með fjölskyldu sinni í Vínarborg, þar sem hann fæst mest við að skrifa handrit fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Í viðtalinu fara hann og Sölvi yfir stórmerkilegan feril Mikaels, erfiðustu fréttirnar, eigendaafskipti, gildi í blaðamennsku og margt fleira. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira