„Okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir lýkur í dag. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að von sé á því að atkvæðagreiðslu ljúki hjá flestum aðildarfélögum í kvöld og að niðurstaðan muni liggja fyrir um hádegisbil á morgun. „Það eru einhverjir sem að fá niðurstöðurnar strax í kvöld og einhverjir sem að fá þær á morgun þannig að við gerum ráð fyrir að tilkynna um niðurstöðurnar í kringum hádegið á morgun,“ segir Sonja, sem á von á því að þær verði kynntar allar í einu. Um 18 þúsund félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum falla undir umrædda kjarasamninga. „En svo eru þetta mismunandi aðgerðir sem er verið að leggja undir félagsmennina,“ segir Sonja. Hún bindur vonir við að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð. „Við höfum heyrt það frá aðildarfélögunum að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel. Við þurfum að fá helmings þátttöku til þess að þær séu gildar en það líka kemur skýrt fram frá aðildarfélögunum að það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Sonja. Miðað við niðurstöður af vinnustaðafundum og af samtölum í baklandinu að dæma telur Sonja líklegt að verkföll verði samþykkt. „Enn og aftur þá vil ég árétta að það er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt og greiði atkvæði,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það óskar sér enginn að fara í verkfall til þess að ná ásættanlegum kjarasamningum en okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg eftir nærri árs bið.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir lýkur í dag. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að von sé á því að atkvæðagreiðslu ljúki hjá flestum aðildarfélögum í kvöld og að niðurstaðan muni liggja fyrir um hádegisbil á morgun. „Það eru einhverjir sem að fá niðurstöðurnar strax í kvöld og einhverjir sem að fá þær á morgun þannig að við gerum ráð fyrir að tilkynna um niðurstöðurnar í kringum hádegið á morgun,“ segir Sonja, sem á von á því að þær verði kynntar allar í einu. Um 18 þúsund félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum falla undir umrædda kjarasamninga. „En svo eru þetta mismunandi aðgerðir sem er verið að leggja undir félagsmennina,“ segir Sonja. Hún bindur vonir við að þátttaka í atkvæðagreiðslunni verði góð. „Við höfum heyrt það frá aðildarfélögunum að atkvæðagreiðslan hafi gengið vel. Við þurfum að fá helmings þátttöku til þess að þær séu gildar en það líka kemur skýrt fram frá aðildarfélögunum að það er mikill hugur í okkar fólki,“ segir Sonja. Miðað við niðurstöður af vinnustaðafundum og af samtölum í baklandinu að dæma telur Sonja líklegt að verkföll verði samþykkt. „Enn og aftur þá vil ég árétta að það er mjög mikilvægt að sem flestir taki þátt og greiði atkvæði,“ segir Sonja. „Það er auðvitað þannig að það óskar sér enginn að fara í verkfall til þess að ná ásættanlegum kjarasamningum en okkar fólk hefur augljóslega fengið nóg eftir nærri árs bið.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira