Svona færðu laxinn til að taka Karl Lúðvíksson skrifar 19. febrúar 2020 08:35 Af öllum spurningum sem nýliðar í laxveiði spyrja sig að hlýtur sú að tróna á toppnum þar sem veiðimaðurinn spyr sig hvernig hann á að fá laxinn til að taka. Fræðslunefnd SVFR ætlar að leggja sitt af mörkum til að svara þessari spurningu og af því tilefni verður annað nördakvöld fræðslunefndar haldið fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Þar fær nefndin til sín sérfræðinga í laxveiði til að kafa djúpt ofan í hina ýmsu leyndardóma sportsins. Þessi litlu atriði sem að skipta svo miklu máli. Líkt og á síðasta kvöldi þá munu reyndir veiðimenn sitja fyrir svörum um búnað, flugur og allt sem þér dettur í hug. Fræðslunefdin minnir á að hægt er að skrá sig í SVFR á viðburðum fræðslunefndar án þess að greiða inngöngu gjald. Einnig gildir skráning í gestabók sem miði í happadrætti fræðslunefndar sem fram fer í vor. Hilmar Hansson og Erik Koberling munu fræða okkur um leyndardóma laxveiðinnar. Þessi skemmtilegi viðburður fer framá Bryggjan Brugghús á Grandagarði. Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði
Af öllum spurningum sem nýliðar í laxveiði spyrja sig að hlýtur sú að tróna á toppnum þar sem veiðimaðurinn spyr sig hvernig hann á að fá laxinn til að taka. Fræðslunefnd SVFR ætlar að leggja sitt af mörkum til að svara þessari spurningu og af því tilefni verður annað nördakvöld fræðslunefndar haldið fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Þar fær nefndin til sín sérfræðinga í laxveiði til að kafa djúpt ofan í hina ýmsu leyndardóma sportsins. Þessi litlu atriði sem að skipta svo miklu máli. Líkt og á síðasta kvöldi þá munu reyndir veiðimenn sitja fyrir svörum um búnað, flugur og allt sem þér dettur í hug. Fræðslunefdin minnir á að hægt er að skrá sig í SVFR á viðburðum fræðslunefndar án þess að greiða inngöngu gjald. Einnig gildir skráning í gestabók sem miði í happadrætti fræðslunefndar sem fram fer í vor. Hilmar Hansson og Erik Koberling munu fræða okkur um leyndardóma laxveiðinnar. Þessi skemmtilegi viðburður fer framá Bryggjan Brugghús á Grandagarði.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Laxá í Kjós komin í nýjar hendur Veiði