Vilja fara ólíkar leiðir til þess að bæta kjör félagsmanna Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 20:58 Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“ Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum