Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 18. febrúar 2020 20:15 Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. Þá hafa læknar á Landspítalanum gefið út nýtt læknisvottorð um að Maní verði áfram í meðferð eftir að hann útskrifast og að á meðan sé óforsvaranlegt að vísa honum úr landi. Shokoufa Shahidi, móðir Maní beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu. Brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun No Borders Iceland, Samtökin 78, Q - félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland stóðu fyrir mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar Maní Shahidi og foreldra hans. Þá var ætlunin að afhenda dómsmálaráðherra sjálfum tæplega 8000 undirskriftir þar sem brottvísuninni er mótmælt en fulltrúi ráðuneytisins tók við undirskriftunum. Mótmælendur fóru næst að forsætisráðuneytinu til að afhenda forsætisráðherra sömu lista. Þ akkl á t fyrir stu ð ninginn Foreldrar Maní sem er enn þá á BUGL voru þakklátir fyrir stuðninginn. „Ég vona að okkur verði leyft að dvelja hér á Íslandi. Ég vona hið besta,“ sagði Shokufa Shahidi, móðir Maní. Fulltrúi forsætisráðuneytisins tók á móti listunum. Stuttu síðar bárust mótmælendum þær fregnir að til stæði að vísa Maní og fjölskyldu úr landi eftir að hann yrði útskrifaður af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Foreldrar Manís voru greinilega slegnir yfir fregnunum. „Ég bið stjórnvöld að fara yfir mál Manís og skoða hvernig honum líður núna. Hann er á sjúkrahúsi. Gefið honum tækifæri,“ sagði Shokufa, móðir Maní, í samtali við fréttastofu. Eftir þessar fréttir ákváðu mótmælendur að fara aftur að dómsmálaráðuneytinu og halda mótmælum þar áfram. Telur mist ö k hafa veri ð ger ð Claudie Ashonie Wilsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir Maní ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þá virðist dómsmálaráðherra ekki skilja málið. „Erfitt að sjá dómsmálaráðherra tala um geðþóttaákvörðun í þessu máli vegna þess að það er ekki það sem er verið að biðja um. Einungis er verið að óska eftir réttlátri málsmeðferð fyrir umbjóðanda minn í þessu máli. Það er ekki venjuleg stjórnsýsluframkvæmd að einungis hluti af einhverri beiðni hafi verið afgreidd, og því meira sem ég skoða þessi gögn sem voru að berast mér virðist sem að einhver mistök hafi átt sér stað í þessu máli.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. Þá hafa læknar á Landspítalanum gefið út nýtt læknisvottorð um að Maní verði áfram í meðferð eftir að hann útskrifast og að á meðan sé óforsvaranlegt að vísa honum úr landi. Shokoufa Shahidi, móðir Maní beygði af þegar henni bárust fregnir af því í dag að fjölskyldunni yrði vísað úr landi um leið og hann útskrifast af Landspítalanum. Lögmaður fjölskyldunnar segir dómsmálaráðherra á villigötum í málinu. Brotið sé á réttindum Maní með brottvísuninni. Mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun No Borders Iceland, Samtökin 78, Q - félag hinsegin stúdenta, Solaris, Réttur barna á flótta og Trans Ísland stóðu fyrir mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar Maní Shahidi og foreldra hans. Þá var ætlunin að afhenda dómsmálaráðherra sjálfum tæplega 8000 undirskriftir þar sem brottvísuninni er mótmælt en fulltrúi ráðuneytisins tók við undirskriftunum. Mótmælendur fóru næst að forsætisráðuneytinu til að afhenda forsætisráðherra sömu lista. Þ akkl á t fyrir stu ð ninginn Foreldrar Maní sem er enn þá á BUGL voru þakklátir fyrir stuðninginn. „Ég vona að okkur verði leyft að dvelja hér á Íslandi. Ég vona hið besta,“ sagði Shokufa Shahidi, móðir Maní. Fulltrúi forsætisráðuneytisins tók á móti listunum. Stuttu síðar bárust mótmælendum þær fregnir að til stæði að vísa Maní og fjölskyldu úr landi eftir að hann yrði útskrifaður af Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Foreldrar Manís voru greinilega slegnir yfir fregnunum. „Ég bið stjórnvöld að fara yfir mál Manís og skoða hvernig honum líður núna. Hann er á sjúkrahúsi. Gefið honum tækifæri,“ sagði Shokufa, móðir Maní, í samtali við fréttastofu. Eftir þessar fréttir ákváðu mótmælendur að fara aftur að dómsmálaráðuneytinu og halda mótmælum þar áfram. Telur mist ö k hafa veri ð ger ð Claudie Ashonie Wilsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir Maní ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Þá virðist dómsmálaráðherra ekki skilja málið. „Erfitt að sjá dómsmálaráðherra tala um geðþóttaákvörðun í þessu máli vegna þess að það er ekki það sem er verið að biðja um. Einungis er verið að óska eftir réttlátri málsmeðferð fyrir umbjóðanda minn í þessu máli. Það er ekki venjuleg stjórnsýsluframkvæmd að einungis hluti af einhverri beiðni hafi verið afgreidd, og því meira sem ég skoða þessi gögn sem voru að berast mér virðist sem að einhver mistök hafi átt sér stað í þessu máli.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Viðbúið að geðheilsunni hraki sé mannúð ekki höfð að leiðarljósi Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi í morgun en hætt var við þau áform því leggja þurfti Maní inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í gær vegna alvarlegrar andlegrar vanheilsu hans. Óvissa er enn uppi í máli írönsku fjölskyldunnar. 17. febrúar 2020 13:19
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16