„Skammarlistinn“ á Grand hótel brot á persónuverndarlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:38 Umræddur veikindalisti sést hér hanga á töflu á Grand hótel. Mynd/Efling Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins. Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins.
Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47