Viðskipti innlent

Fjögur ráðin til Hvíta hússins

Atli Ísleifsson skrifar
Ragna Sæmundsdóttir, Hafsteinn Alexandersson, Hrund Einarsdóttir og Björn Daníel Svavarsson.
Ragna Sæmundsdóttir, Hafsteinn Alexandersson, Hrund Einarsdóttir og Björn Daníel Svavarsson. Hvíta húsið

Hvíta húsið hefur ráðið til sín fjóra nýja starfsmenn, þau Rögnu Sæmundsdóttur, Björn Daníel Svavarsson, Hafsteinn Alexandersson og Hrund Einarsdóttur. Þau hafa öll þegar hafið störf.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að markmiðið með stækkuninni sæe að efla þjónustu við viðskiptavini með aukinni ráðgjöf hvað varðar markaðsmál, birtingar og hönnun.

„Ragna Sæmundsdóttir sinnir alhliða birtingaráðgjöf og umsjón með birtingum á samskiptasviði Hvíta hússins. Ragna er með BS-próf í sálfræði og fjölmiðlafræði. Ragna hefur starfað á auglýsingamarkaði um árabil og hefur yfir tuttugu ára reynslu sem birtingaráðgjafi. Hún starfaði til fjölda ára hjá Íslensku auglýsingastofunni og áður hjá Góðu fólki.

Björn Daníel Svavarsson starfar sem þrívíddar-, hreyfihönnuður og teiknari hjá Hvíta húsinu. Hann hefur starfað á því sviði í rúman áratug. Björn lærði kvikmyndaförðun og brellugerð í Toronto og hefur undanfarin ár starfað við auglýsingagerð. Eftir nám hefur hann starfað hjá auglýsingastofunum Miðstræti, Fíton og Pipar. 

Hafsteinn Alexandersson hefur verið ráðinn sem grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu. Hafsteinn er lærður prentsmiður og grafískur miðlari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda um árabil og síðar sem grafískur miðlari hjá íslensku auglýsingastofunni.

Hrund Einarsdóttir hefur hafið störf sem viðskiptastjóri hjá Hvíta húsinu. Hrund er með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún hóf störf hjá Hvíta húsinu starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Tulipop,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×