Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2020 22:15 Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur framan við Ljósafossstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. Þótt virkjanabyggðin við Sogsvirkjanir sé núna horfin styðja stöðvarnar enn við sveitabyggðina í kring. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær eru þrjár; Ljósafoss-, Írafoss- og Steingrímsstöð, byggðar á árunum 1935 til 1963. Sú elsta, Ljósafossstöð, er svo gömul að það kom í hlut Danakonungs að leggja hornstein að henni árið 1936. Ljósafossvirkjun hóf raforkuframleiðslu árið 1937 og var þá stærsta virkjun Íslands.Stöð 2/Einar Árnason. „Hún er keyrð á fullum afköstum alla daga, þessi virkjun,“ sagði Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur í vélasal Ljósafossvirkjunar. Samt sér varla á vélunum þótt komnar séu á níræðisaldur. „Það er allt upprunalegt; vatnspípurnar, vatnshjólin og túrbínurnar og allur þessi mekaníski búnaður.“ Séð yfir vélasal Ljósafossvirkjunar.Stöð 2/Einar Árnason. Áður en ný tækni fækkaði starfsfólki bjuggu á annað hundrað manns í virkjanasamfélagi við Sogið. Þórunn Oddsdóttir, sem bjó við Steingrímsstöð þar sem eiginmaður hennar starfaði sem vélfræðingur, segist hafa upplifað þennan tíma sem góðan. „Og börnin segja það: Það voru forréttindi að fá að alast upp í svona samfélagi,“ sagði Þórunn. Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi íbúi við Steingrímsstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Sextán manns starfa núna við Sogsvirkjanir. Ingólfur Örn Jónsson er meðal þeirra en hann og kona hans, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, reistu íbúðarhús í landi Bíldsfells, hæfilega stutt frá vinnustaðnum Írafossvirkjun. „Já, já. Það er mjög stutt fyrir mig að fara. Ég hef bæði gengið og hjólað þangað, - keyri nú oftast,“ sagði Ingólfur, sem er viðhaldsstjóri Sogsvirkjana. Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason. En hve lengi mun virkjun eins og Ljósafossstöð endast? „Þetta er búið að endast í 80 ár og þetta eru bara fyrstu 80 árin. Við eigum að geta látið þetta endast í árhundruð,“ svaraði Jóhann stöðvarstjóri. -Heldurðu að þær séu búnar að borga sig upp, þessar virkjanir? „Mörgum sinnum. Mörgum sinnum. Já, já, já. Þetta er bara gull fyrir þjóðarbúið að láta þetta mala hérna.“ Séð yfir Ljósafossvirkjun í átt að Írafossvirkjun. Grímsnes er vinstra megin en Grafningur hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason. Fjallað var um Sogsvirkjanir og mannlíf í Grafningi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15 Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56 Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. Þótt virkjanabyggðin við Sogsvirkjanir sé núna horfin styðja stöðvarnar enn við sveitabyggðina í kring. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þær eru þrjár; Ljósafoss-, Írafoss- og Steingrímsstöð, byggðar á árunum 1935 til 1963. Sú elsta, Ljósafossstöð, er svo gömul að það kom í hlut Danakonungs að leggja hornstein að henni árið 1936. Ljósafossvirkjun hóf raforkuframleiðslu árið 1937 og var þá stærsta virkjun Íslands.Stöð 2/Einar Árnason. „Hún er keyrð á fullum afköstum alla daga, þessi virkjun,“ sagði Jóhann Snorri Bjarnason, stöðvarstjóri Landsvirkjunar á Sogssvæði, staddur í vélasal Ljósafossvirkjunar. Samt sér varla á vélunum þótt komnar séu á níræðisaldur. „Það er allt upprunalegt; vatnspípurnar, vatnshjólin og túrbínurnar og allur þessi mekaníski búnaður.“ Séð yfir vélasal Ljósafossvirkjunar.Stöð 2/Einar Árnason. Áður en ný tækni fækkaði starfsfólki bjuggu á annað hundrað manns í virkjanasamfélagi við Sogið. Þórunn Oddsdóttir, sem bjó við Steingrímsstöð þar sem eiginmaður hennar starfaði sem vélfræðingur, segist hafa upplifað þennan tíma sem góðan. „Og börnin segja það: Það voru forréttindi að fá að alast upp í svona samfélagi,“ sagði Þórunn. Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi íbúi við Steingrímsstöð.Stöð 2/Einar Árnason. Sextán manns starfa núna við Sogsvirkjanir. Ingólfur Örn Jónsson er meðal þeirra en hann og kona hans, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, reistu íbúðarhús í landi Bíldsfells, hæfilega stutt frá vinnustaðnum Írafossvirkjun. „Já, já. Það er mjög stutt fyrir mig að fara. Ég hef bæði gengið og hjólað þangað, - keyri nú oftast,“ sagði Ingólfur, sem er viðhaldsstjóri Sogsvirkjana. Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason. En hve lengi mun virkjun eins og Ljósafossstöð endast? „Þetta er búið að endast í 80 ár og þetta eru bara fyrstu 80 árin. Við eigum að geta látið þetta endast í árhundruð,“ svaraði Jóhann stöðvarstjóri. -Heldurðu að þær séu búnar að borga sig upp, þessar virkjanir? „Mörgum sinnum. Mörgum sinnum. Já, já, já. Þetta er bara gull fyrir þjóðarbúið að láta þetta mala hérna.“ Séð yfir Ljósafossvirkjun í átt að Írafossvirkjun. Grímsnes er vinstra megin en Grafningur hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason. Fjallað var um Sogsvirkjanir og mannlíf í Grafningi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15 Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56 Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur. 14. febrúar 2020 21:15
Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli. 15. febrúar 2020 16:56
Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. 31. júlí 2019 11:28