Bestu alþjóðlegu landslagsmyndirnar voru teknar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 13:00 Ein sigurmynda Ershov var tekin í Kerlingarfjöllum. Oleg Ershov Þrjár af fjórum ljósmyndum sem rússneski ljósmyndarinnar Oleg Ershov hlaut verðlaun fyrir í samkeppni um bestu landslagsmyndir síðasta árs voru teknar í íslenskri náttúru. Ershov segir að Ísland sé á meðal uppáhaldsstaða hans fyrir myndatökur í heiminum. Um 3.400 ljósmyndir frá tæplega þúsund ljósmyndurum um allan heim öttu kappi í alþjóðlegu landslagsmyndakeppninni 2019 (The International Landscape Photographer of the Year) en tilkynnt var um úrslit hennar í Sydney í Ástralíu í byrjun þessa mánaðar. Ershov, sem er áhugaljósmyndari sem fjármagnar áhugamálið með því að vinna í matvæladreifingarfyrirtæki, bar sigur úr býtum í keppninni um landslagsljósmyndara ársins. Frá Háafossi.Oleg Ershov Af myndunum fjórum sem Ershov lagði fram í keppnina voru þrjár teknar á Íslandi, við Bláfellsá, í Kerlingarfjöllum og við Háafoss. Dómnefnd taldi Ershov hafa sýnt bæði hæfileika og ímyndunarafl með röð stórbrotinna landslagsmynda. Frá Bláfellsá.Oleg Ershov Í tilkynningu frá keppnishöldurum er haft eftir Ershov að ástríða hans fyrir landslagsljósmyndun byggist á ást á náttúrunni, sérstaklega þó stöðum sem eru enn ósnortnir af athöfnum manna. Uppáhaldsstaðirnir hans til að taka myndir séu Ísland, Skotland og suðvesturríki Bandaríkjanna. „Ég fer alltaf aftur á uppáhaldsstaðina mína því það gerir mér kleift að kynnast landinu betur og að finna nýtt sjónaspil og staði til að mynda,“ segir Ershov. Hægt er að skoða fleiri myndir Ershov á myndasíðu hans. Frá Kerlingarfjöllum.Oleg Ershov Fjórða myndin í röðinni sem Ershov hlaut verðlaunin fyrir var tekin í Fleswick-flóa á Englandi.Oleg Ershov Myndlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Þrjár af fjórum ljósmyndum sem rússneski ljósmyndarinnar Oleg Ershov hlaut verðlaun fyrir í samkeppni um bestu landslagsmyndir síðasta árs voru teknar í íslenskri náttúru. Ershov segir að Ísland sé á meðal uppáhaldsstaða hans fyrir myndatökur í heiminum. Um 3.400 ljósmyndir frá tæplega þúsund ljósmyndurum um allan heim öttu kappi í alþjóðlegu landslagsmyndakeppninni 2019 (The International Landscape Photographer of the Year) en tilkynnt var um úrslit hennar í Sydney í Ástralíu í byrjun þessa mánaðar. Ershov, sem er áhugaljósmyndari sem fjármagnar áhugamálið með því að vinna í matvæladreifingarfyrirtæki, bar sigur úr býtum í keppninni um landslagsljósmyndara ársins. Frá Háafossi.Oleg Ershov Af myndunum fjórum sem Ershov lagði fram í keppnina voru þrjár teknar á Íslandi, við Bláfellsá, í Kerlingarfjöllum og við Háafoss. Dómnefnd taldi Ershov hafa sýnt bæði hæfileika og ímyndunarafl með röð stórbrotinna landslagsmynda. Frá Bláfellsá.Oleg Ershov Í tilkynningu frá keppnishöldurum er haft eftir Ershov að ástríða hans fyrir landslagsljósmyndun byggist á ást á náttúrunni, sérstaklega þó stöðum sem eru enn ósnortnir af athöfnum manna. Uppáhaldsstaðirnir hans til að taka myndir séu Ísland, Skotland og suðvesturríki Bandaríkjanna. „Ég fer alltaf aftur á uppáhaldsstaðina mína því það gerir mér kleift að kynnast landinu betur og að finna nýtt sjónaspil og staði til að mynda,“ segir Ershov. Hægt er að skoða fleiri myndir Ershov á myndasíðu hans. Frá Kerlingarfjöllum.Oleg Ershov Fjórða myndin í röðinni sem Ershov hlaut verðlaunin fyrir var tekin í Fleswick-flóa á Englandi.Oleg Ershov
Myndlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira