Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 14:21 Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03